Kynnti Brim sem næsta verk 22. október 2006 11:00 Jón Atli Aðstoðaði Árna Ólaf við gerð handritsins við kvikmyndina Blóðbönd sem verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Róm í dag. Árni Ólafur Ásgeirsson kynnti nýjustu hugmynd sína fyrir evrópskum framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Róm á sérstakri messu þar sem ungu kvikmyndagerðarfólki gafst kostur á að tjá sig um næstu verk og hugmyndir. Um er ræða hugsanlega kvikmyndagerð eftir leikritinu Brim sem Jón Atli Jónasson samdi en það gerist um borð í línuskipi sem veltist um í lífsins ólgusjó. Árni Ólafur sýnir einnig Blóðbönd og verður viðstaddur sérstaka sýningu í dag og var leikstjórinn á leiðinni í Vatikanið þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. „Það er ágætt að kynna þetta strax í fæðingu og fá að vita hvort maður sé á réttri leið,“ segir Árni. „Verkefnið er á byrjunarreit og það á eftir að kynna handritið en viðbrögðin voru góð,“ bætir hann við. Jón Atli skrifaði verkið fyrir leikhópinn Vesturport sem hefur heldur betur verið að gera það gott með kvikmyndinni Börn í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Verkið var sýnt fyrir fullu húsi á sínum tíma og var Jón Atli tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna í ár fyrir það. Árni mátti vart vatni halda yfir Róm og sagði þetta vera stórkostlega borg. Stórstjörnur á borð við Nicole Kidman og Martin Scorsese hafa sótt hátíðina heim, en leikstjórinn hafði ekki orðið mikið var við þær. „Þær fóru alveg framhjá mér en þetta er búin að vera algjör snilld og Ítalirnir gera þetta með miklum bravúr,“ sagði Árni Ólafur. Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Árni Ólafur Ásgeirsson kynnti nýjustu hugmynd sína fyrir evrópskum framleiðendum á kvikmyndahátíðinni í Róm á sérstakri messu þar sem ungu kvikmyndagerðarfólki gafst kostur á að tjá sig um næstu verk og hugmyndir. Um er ræða hugsanlega kvikmyndagerð eftir leikritinu Brim sem Jón Atli Jónasson samdi en það gerist um borð í línuskipi sem veltist um í lífsins ólgusjó. Árni Ólafur sýnir einnig Blóðbönd og verður viðstaddur sérstaka sýningu í dag og var leikstjórinn á leiðinni í Vatikanið þegar Fréttablaðið hafði uppi á honum. „Það er ágætt að kynna þetta strax í fæðingu og fá að vita hvort maður sé á réttri leið,“ segir Árni. „Verkefnið er á byrjunarreit og það á eftir að kynna handritið en viðbrögðin voru góð,“ bætir hann við. Jón Atli skrifaði verkið fyrir leikhópinn Vesturport sem hefur heldur betur verið að gera það gott með kvikmyndinni Börn í leikstjórn Ragnars Bragasonar. Verkið var sýnt fyrir fullu húsi á sínum tíma og var Jón Atli tilnefndur til Norrænu leikskáldaverðlaunanna í ár fyrir það. Árni mátti vart vatni halda yfir Róm og sagði þetta vera stórkostlega borg. Stórstjörnur á borð við Nicole Kidman og Martin Scorsese hafa sótt hátíðina heim, en leikstjórinn hafði ekki orðið mikið var við þær. „Þær fóru alveg framhjá mér en þetta er búin að vera algjör snilld og Ítalirnir gera þetta með miklum bravúr,“ sagði Árni Ólafur.
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira