Brandari Pútíns Rússlandsforseta í lok blaðamannafundar vegna heimsóknar Ehuds Olmerts, forsætisráðherra Ísraels, hefur valdið miklum usla víða um heim: Pútín er sagður hafa sagt, í áheyrn rússnesks blaðamanns, að Moshe Katsav forseti væri mikill maður sem hefði nauðgað tíu konum og að við öfundum hann allir.
Katsav er ákærður fyrir að hafa nauðgað konum í starfsliði sínu. Hann neitar sök.
Talsmaður Pútíns segir það af og frá að Pútín sé fylgjandi nauðgunum, heldur hafi eingöngu verið um einkabrandara að ræða.