Gott frumkvæði en of íhaldssamt 21. október 2006 06:00 Formaður Samfylkingarinnar hefur ásamt öðrum þingmönnum flokksins lagt fram frumvap til laga um endurskipulagningu stjórnarráðsins og fækkun ráðuneyta. Hugmyndum um slíkar breytingar hefur skotið upp öðru hvoru um langa hríð án þess að nokkuð gerðist. Mála sannast er að löngu er tímabært að stokka stjórnarráðið upp. Gildandi löggjöf var mikil bragarbót á sinni tíð. Með henni var tryggð ákveðin festa í stjórnsýslunni. Ráðuneytaskipanin er hins vegar löngu úrelt. Ekkert launungarmál er að núverandi skipan ráðuneyta tók meðal annars mið af því að hentugt væri að skipta stjórnarráðinu pólitískt við stjórnarmyndanir. Í sjálfu sér var ekkert óeðlilegt við það. En tímarnir eru breyttir. Ráðuneyti sem áður voru pólitískt mikilvæg eru það í minna mæli í dag. Sú var tíð að mestu máli skipti að hafa völd í atvinnuvegaráðuneytunum. Við stjórnarmyndanir var því eðlilegt að dreifa þeim áhrifum. Langt er hins vegar síðan tilefni var til að sameina þau á nýjan leik. Nú er menntamálaráðuneytið óefað pólitískt mikilvægasta ráðuneytið. Einhverjum þykir að vísu fínna að sitja í utanríkisráðuneytinu en fyrrum var það pólitískt óáhugavert. Þannig breytast tímarnir. Við stjórnarmyndanir er jafnan snúið að koma samhliða fram lagabreytingum um endurskipulagningu ráðuneyta. Eftir að ráðherrar eru sestir í stólana er þrautin þyngri að rífa skipulagið upp. Þetta er reynsla margra sem hafa haft góð áform um að taka á málinu. Í því ljósi ber að fagna nýju frumkvæði að umræðu um þessi efni. Hitt er annað að þessar nýju tillögur eru ekki nógu róttækar. Full ástæða er til þess að ganga mun lengra en þar er gert ráð fyrir. Nauðsynlegt er að fækka ráðuneytum. En á hinn bóginn er ástæðulaust að festa fjölda þeirra og verkefni í lögum. Það er of ósveigjanleg skipan. Réttara væri við ríkjandi aðstæður að takmarka fjölda ráðherra til að mynda við níu eða tíu en gefa forsætisráðherra innan þeirra marka kost á að ákveða skipulag stjórnarráðsins með reglugerð. Þannig yrði hægar um vik að laga það að nýjum aðstæðum og viðfangsefnum. Við verðum að reikna með að breytingar næstu fjörutíu ára verði mun hraðari en síðustu fjörutíu ára. Í greinargerð með frumvarpi Samfylkingarinnar er lítillega vikið að nauðsyn breytinga á innra skipulagi ráðuneyta og stofnana. Á því sviði þarf einnig verulega uppstokkun. Sennilega er heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið skipulagslega veikast. Á því sviði væri ekki úr vegi að styrkja stefnumótunarhlutverk ráðuneytisins. Þar á móti mætti flytja framkvæmd heilbrigðisþjónustunnar í sérstaka stofnun er hefði með kaup á allri opinberri heilbrigðisþjónustu að gera. Jafnframt þyrfti að skerpa og einfalda eftirlit með heilbrigðiskerfinu, bæði opinbera hlutanum og einkarekna hlutanum. Þá mætti færa Hafrannsóknastofnun undir Háskóla Íslands. Hún er alþjóðlega virt vísindastofnun á sínu sviði. Það gæti verið þáttur í viðreisn háskólans að fá slíka stofnun aftur undir sinn hatt. Sama á við um orkurannsóknir. Alltént er það skynsamlegra en að færa þær undir umhverfisráðuneytið. Frumvarp Samfylkingarinnar er gott og þarft málefnalegt framlag til þeirrar umræðu þó að það sé of íhaldssamt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun
Formaður Samfylkingarinnar hefur ásamt öðrum þingmönnum flokksins lagt fram frumvap til laga um endurskipulagningu stjórnarráðsins og fækkun ráðuneyta. Hugmyndum um slíkar breytingar hefur skotið upp öðru hvoru um langa hríð án þess að nokkuð gerðist. Mála sannast er að löngu er tímabært að stokka stjórnarráðið upp. Gildandi löggjöf var mikil bragarbót á sinni tíð. Með henni var tryggð ákveðin festa í stjórnsýslunni. Ráðuneytaskipanin er hins vegar löngu úrelt. Ekkert launungarmál er að núverandi skipan ráðuneyta tók meðal annars mið af því að hentugt væri að skipta stjórnarráðinu pólitískt við stjórnarmyndanir. Í sjálfu sér var ekkert óeðlilegt við það. En tímarnir eru breyttir. Ráðuneyti sem áður voru pólitískt mikilvæg eru það í minna mæli í dag. Sú var tíð að mestu máli skipti að hafa völd í atvinnuvegaráðuneytunum. Við stjórnarmyndanir var því eðlilegt að dreifa þeim áhrifum. Langt er hins vegar síðan tilefni var til að sameina þau á nýjan leik. Nú er menntamálaráðuneytið óefað pólitískt mikilvægasta ráðuneytið. Einhverjum þykir að vísu fínna að sitja í utanríkisráðuneytinu en fyrrum var það pólitískt óáhugavert. Þannig breytast tímarnir. Við stjórnarmyndanir er jafnan snúið að koma samhliða fram lagabreytingum um endurskipulagningu ráðuneyta. Eftir að ráðherrar eru sestir í stólana er þrautin þyngri að rífa skipulagið upp. Þetta er reynsla margra sem hafa haft góð áform um að taka á málinu. Í því ljósi ber að fagna nýju frumkvæði að umræðu um þessi efni. Hitt er annað að þessar nýju tillögur eru ekki nógu róttækar. Full ástæða er til þess að ganga mun lengra en þar er gert ráð fyrir. Nauðsynlegt er að fækka ráðuneytum. En á hinn bóginn er ástæðulaust að festa fjölda þeirra og verkefni í lögum. Það er of ósveigjanleg skipan. Réttara væri við ríkjandi aðstæður að takmarka fjölda ráðherra til að mynda við níu eða tíu en gefa forsætisráðherra innan þeirra marka kost á að ákveða skipulag stjórnarráðsins með reglugerð. Þannig yrði hægar um vik að laga það að nýjum aðstæðum og viðfangsefnum. Við verðum að reikna með að breytingar næstu fjörutíu ára verði mun hraðari en síðustu fjörutíu ára. Í greinargerð með frumvarpi Samfylkingarinnar er lítillega vikið að nauðsyn breytinga á innra skipulagi ráðuneyta og stofnana. Á því sviði þarf einnig verulega uppstokkun. Sennilega er heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið skipulagslega veikast. Á því sviði væri ekki úr vegi að styrkja stefnumótunarhlutverk ráðuneytisins. Þar á móti mætti flytja framkvæmd heilbrigðisþjónustunnar í sérstaka stofnun er hefði með kaup á allri opinberri heilbrigðisþjónustu að gera. Jafnframt þyrfti að skerpa og einfalda eftirlit með heilbrigðiskerfinu, bæði opinbera hlutanum og einkarekna hlutanum. Þá mætti færa Hafrannsóknastofnun undir Háskóla Íslands. Hún er alþjóðlega virt vísindastofnun á sínu sviði. Það gæti verið þáttur í viðreisn háskólans að fá slíka stofnun aftur undir sinn hatt. Sama á við um orkurannsóknir. Alltént er það skynsamlegra en að færa þær undir umhverfisráðuneytið. Frumvarp Samfylkingarinnar er gott og þarft málefnalegt framlag til þeirrar umræðu þó að það sé of íhaldssamt.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun