Paul Watson ætlar að koma með tvö skip til landsins 20. október 2006 03:30 Paul Watson Stofnandi og forseti Sea Shepherd Paul Watson, stofnandi og forseti umhverfissamtakanna Sea Shepherd, kallar Íslendinga „Norður-Kóreu hvalveiðiþjóða sem sýna almenningsáliti alls heimsins fyrirlitningu og hafa að engu regluverk alþjóðalaga“, í viðtali við Fréttablaðið. Hann líkir þannig atvinnuhvalveiðum Íslands við kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu. „Það sem Ísland er að gera er glæpur og við ætlum okkur að senda tvö skip til Íslands næsta sumar til að hindra atvinnuhvalveiðarnar,“ heldur Watson áfram. „Langreyður er í útrýmingarhættu og ef Íslendingar drepa eina langreyði er þjóðin sek um að brjóta reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins og CITES-samninginn um alþjóðaverslun með tegundir sem eru í útrýmingarhættu.“ Það er mörgum Íslendingum í fersku minni þegar útsendarar Sea Shepherd samtakanna sökktu hvalveiðiskipunum Hval 6 og Hval 7 í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum, auk þess að stórskemma tækjabúnað í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Þessar aðgerðir samtakanna vöktu hörð viðbrögð stjórnvalda og annarra umhverfissamtaka og Grænfriðungar sáu til dæmis ástæðu til að senda Steingrími Hermannssyni, þáverandi forsætisráðherra, bréf, þar sem verknaðurinn var fordæmdur. „Við munum gera þessar ráðstafanir vegna þessara ólöglegu veiða,“ fullyrðir Watson. „Við sökktum tveimur íslenskum hvalveiðiskipum á sínum tíma og réðumst á hvalvinnslustöðina. Alþjóðasamþykktir neyða okkur til að grípa inn í og sjá til þess að lög um umhverfisvernd séu virt.“ Watson segir að tvö af þremur skipum samtakanna séu í dag nýtt til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suðurhöfum en eitt sé staðsett við Galapagos-eyjar, meðal annars til að koma í veg fyrir hákarlaveiðar. Watson staðfesti það sem kom fram í kanadískum fjölmiðlum fyrir nokkru að hann hyggist kaupa nýtt skip til að bregðast við „umhverfisglæpum eins og þeim sem Íslendingar drýgja“. Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira
Paul Watson, stofnandi og forseti umhverfissamtakanna Sea Shepherd, kallar Íslendinga „Norður-Kóreu hvalveiðiþjóða sem sýna almenningsáliti alls heimsins fyrirlitningu og hafa að engu regluverk alþjóðalaga“, í viðtali við Fréttablaðið. Hann líkir þannig atvinnuhvalveiðum Íslands við kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu. „Það sem Ísland er að gera er glæpur og við ætlum okkur að senda tvö skip til Íslands næsta sumar til að hindra atvinnuhvalveiðarnar,“ heldur Watson áfram. „Langreyður er í útrýmingarhættu og ef Íslendingar drepa eina langreyði er þjóðin sek um að brjóta reglur Alþjóðahvalveiðiráðsins og CITES-samninginn um alþjóðaverslun með tegundir sem eru í útrýmingarhættu.“ Það er mörgum Íslendingum í fersku minni þegar útsendarar Sea Shepherd samtakanna sökktu hvalveiðiskipunum Hval 6 og Hval 7 í Reykjavíkurhöfn fyrir tuttugu árum, auk þess að stórskemma tækjabúnað í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Þessar aðgerðir samtakanna vöktu hörð viðbrögð stjórnvalda og annarra umhverfissamtaka og Grænfriðungar sáu til dæmis ástæðu til að senda Steingrími Hermannssyni, þáverandi forsætisráðherra, bréf, þar sem verknaðurinn var fordæmdur. „Við munum gera þessar ráðstafanir vegna þessara ólöglegu veiða,“ fullyrðir Watson. „Við sökktum tveimur íslenskum hvalveiðiskipum á sínum tíma og réðumst á hvalvinnslustöðina. Alþjóðasamþykktir neyða okkur til að grípa inn í og sjá til þess að lög um umhverfisvernd séu virt.“ Watson segir að tvö af þremur skipum samtakanna séu í dag nýtt til að mótmæla hvalveiðum Japana í Suðurhöfum en eitt sé staðsett við Galapagos-eyjar, meðal annars til að koma í veg fyrir hákarlaveiðar. Watson staðfesti það sem kom fram í kanadískum fjölmiðlum fyrir nokkru að hann hyggist kaupa nýtt skip til að bregðast við „umhverfisglæpum eins og þeim sem Íslendingar drýgja“.
Innlent Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Sjá meira