Leiktjöldin úr hljóðum 19. október 2006 15:15 Tónskáldið Atli Ingólfsson Segir heillandi og frelsandi að vinna í leikhúsinu. MYND/Anton Leikverkið Suzannah er óvenjulegt fyrir margra hluta sakir en það mætti með sanni kallast tónleikrit. Sænska leikhúsið Cinnober sýnir verkið í Þjóðleikhúsinu í kvöld en tónskáldið Atli Ingólfsson á heiðurinn af músíkinni sem á köflum tekur völdin í verkinu. Verkið fjallar um Súsönnu Ibsen sem í 48 ár var eiginkona norska skáldjöfursins Henriks Ibsen. Súsanna er túlkuð á þremur aldursskeiðum, þegar hún er ung kona, miðaldra og gömul. Leiktexti norska leikskáldsins Jons Fosse byggir mikið á heimildum sem til eru um ævi þessarar merku konu sem sögð er hafa haldið fjölskyldunni saman þrátt fyrir erfið veikindi sín.Nýtt samspilúr sýningu cinnober-leikhópsins Leikverkið Suzannah fjallar um eiginkonu norska leikskáldsins Henriks Ibsen.Þrjár leikkonur túlka Súsönnu en átta hljóðfæraleikarar úr Göteborgs Kammarsolisterna eru einnig á sviðinu allan tímann enda mynda textinn og tónlistin eina heild. Atli útskýrir að forsvarsmaður leikhópsins sé einn helsti þýðandi verka Fosses í Svíþjóð og að hugmyndin að verkinu sé fengin frá Cinnober-leikhópnum. „Þau vildu setja upp sýningu þar sem tónlist og texta væri blandað saman á nýjan hátt," segir hann. Markmið hópsins hefur löngum verið að vekja athygli áhorfenda á þýðingarmiklum leikverkum en þetta er þriðja verk Fosses sem hópurinn tekur til sýninga. Leitað var til Atla sem tók vel í hugmyndina um þetta óvenjulega samstarfsverkefni og var verkið frumflutt í Gautaborg í desember. Leikstjóri verksins er Svante Aulis Löwenborg.Atli útskýrir að samstarfsverkefni af þessu tagi séu ekki algeng. „Þetta hefur verið reynt með misjöfnum árangri því oft verður einhver aðilinn voða frekur, til dæmis tónskáldið eða textahöfundurinn." Vel tókst þó til með samstarfið að þessu sinni og hefur Atli eftir leikhússtjóra í Osló sem sýndi verkið fyrir skömmu að aðdáunarvert væri hversu vel samstilltur hópurinn væri, hvort heldur í leik, tónlist eða annarri umgjörð sýningarinnar.Suzannah er frumraun Atla á þessu sviði en hvernig leið honum með þessi stórmenni norskrar leikritunar á bakinu? „Ég veit það ekki, það var kannski smá hroki sem hjálpaði til en þetta skelfdi mig ekkert. Það var frá upphafi mjög gott samkomulag milli mín og leikstjórans og það er enginn vafi á því að þetta verk er mitt og leikstjórans. Við ákváðum að búa til nýja listræna heild en við notum texta Jons Fosse. Það er þó ekki beinlínis hægt að segja að þetta sé sviðsetning á hans verki," segir Atli og útskýrir að ákveðins misskilnings hafi gætt varðandi merkimiða höfundarhugtaksins. „Þetta hljómar oft eins og ég hafi samið leikhúsmúsík við verk Fosses en þetta er ekki svo einfalt, til dæmis skrifar Fosse verk fyrir þrjá flytjendur en á sviðinu nú eru ellefu. Ég myndi segja að hann ætti svona fjórðung í þessu," segir hann sposkur.HljóðskúlptúrarAtli líkir tónlistinni við hljóðskúlptúra með lifandi hljóðfærum, mest af tónlistinni er leikið á órafmögnuð hljóðfæri sem mynda nokkurs konar hljóðræn leiktjöld sýningarinnar. „Tónlistin talar svolítið við leikarana, stundum er hún eins og ný persóna á sviðinu sem þeir þurfa að eiga við - það geta verið slagsmál þarna á milli en yfirleitt er þetta meira eins og samtal."Tónlistin samsvarar æviskeiðum Súsönnu, en hún skiptist í ryþmíska tónlist sem vísar til ungu stúlkunnar, venjubundna og hljómræna tónlist sem túlkar Súsönnu á miðjum aldri og síðan er hljóðræn tónlist notkuð til þess að túlka gömlu konuna. „Ég læt hana ekki fylga textanum eftir nákvæmlega en maður finnur þessi tengsl í bakgrunninum.Frelsandi vinnaVerkið hefur fengið prýðisviðtökur en það var nýlega sýnt í Ósló. Ferðalag þess nú er í tilefni af sérstakri Fosse-hátíð sem stendur yfir í Þjóðleikhúsinu. Atli segist vel geta hugsað sér að koma að fleiri slíkum verkefnum í framtíðinni. „Leikhúsið er rosalega frelsandi, sérstaklega fyrir mann eins og mig sem hefur unnið árum saman að hreinni eða abstrakt tónlist. Það er mjög heillandi að fá þessa nýju vídd sem kemur inn í verkið en það er ákveðinn prófsteinn líka. Það er ekki auðvelt því maður þarf að gæta þess að semja ekki of mikið og taka tillit til fleiri atriða, til dæmis má ekki vaða yfir textann," útskýrir hann og segir að þetta hafi verið skemmtileg glíma. „Þeir hjá leikhúsinu hafa líka lýst yfir vilja til þess að starfa meira með mér svo ég tel miklar líkur á að ég taki að mér fleiri svona verkefni."Tvær sýningar verða á verkinu Suzannah á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, sú fyrri í kvöld kl. 20 en hin síðari á sama tíma annað kvöld. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikverkið Suzannah er óvenjulegt fyrir margra hluta sakir en það mætti með sanni kallast tónleikrit. Sænska leikhúsið Cinnober sýnir verkið í Þjóðleikhúsinu í kvöld en tónskáldið Atli Ingólfsson á heiðurinn af músíkinni sem á köflum tekur völdin í verkinu. Verkið fjallar um Súsönnu Ibsen sem í 48 ár var eiginkona norska skáldjöfursins Henriks Ibsen. Súsanna er túlkuð á þremur aldursskeiðum, þegar hún er ung kona, miðaldra og gömul. Leiktexti norska leikskáldsins Jons Fosse byggir mikið á heimildum sem til eru um ævi þessarar merku konu sem sögð er hafa haldið fjölskyldunni saman þrátt fyrir erfið veikindi sín.Nýtt samspilúr sýningu cinnober-leikhópsins Leikverkið Suzannah fjallar um eiginkonu norska leikskáldsins Henriks Ibsen.Þrjár leikkonur túlka Súsönnu en átta hljóðfæraleikarar úr Göteborgs Kammarsolisterna eru einnig á sviðinu allan tímann enda mynda textinn og tónlistin eina heild. Atli útskýrir að forsvarsmaður leikhópsins sé einn helsti þýðandi verka Fosses í Svíþjóð og að hugmyndin að verkinu sé fengin frá Cinnober-leikhópnum. „Þau vildu setja upp sýningu þar sem tónlist og texta væri blandað saman á nýjan hátt," segir hann. Markmið hópsins hefur löngum verið að vekja athygli áhorfenda á þýðingarmiklum leikverkum en þetta er þriðja verk Fosses sem hópurinn tekur til sýninga. Leitað var til Atla sem tók vel í hugmyndina um þetta óvenjulega samstarfsverkefni og var verkið frumflutt í Gautaborg í desember. Leikstjóri verksins er Svante Aulis Löwenborg.Atli útskýrir að samstarfsverkefni af þessu tagi séu ekki algeng. „Þetta hefur verið reynt með misjöfnum árangri því oft verður einhver aðilinn voða frekur, til dæmis tónskáldið eða textahöfundurinn." Vel tókst þó til með samstarfið að þessu sinni og hefur Atli eftir leikhússtjóra í Osló sem sýndi verkið fyrir skömmu að aðdáunarvert væri hversu vel samstilltur hópurinn væri, hvort heldur í leik, tónlist eða annarri umgjörð sýningarinnar.Suzannah er frumraun Atla á þessu sviði en hvernig leið honum með þessi stórmenni norskrar leikritunar á bakinu? „Ég veit það ekki, það var kannski smá hroki sem hjálpaði til en þetta skelfdi mig ekkert. Það var frá upphafi mjög gott samkomulag milli mín og leikstjórans og það er enginn vafi á því að þetta verk er mitt og leikstjórans. Við ákváðum að búa til nýja listræna heild en við notum texta Jons Fosse. Það er þó ekki beinlínis hægt að segja að þetta sé sviðsetning á hans verki," segir Atli og útskýrir að ákveðins misskilnings hafi gætt varðandi merkimiða höfundarhugtaksins. „Þetta hljómar oft eins og ég hafi samið leikhúsmúsík við verk Fosses en þetta er ekki svo einfalt, til dæmis skrifar Fosse verk fyrir þrjá flytjendur en á sviðinu nú eru ellefu. Ég myndi segja að hann ætti svona fjórðung í þessu," segir hann sposkur.HljóðskúlptúrarAtli líkir tónlistinni við hljóðskúlptúra með lifandi hljóðfærum, mest af tónlistinni er leikið á órafmögnuð hljóðfæri sem mynda nokkurs konar hljóðræn leiktjöld sýningarinnar. „Tónlistin talar svolítið við leikarana, stundum er hún eins og ný persóna á sviðinu sem þeir þurfa að eiga við - það geta verið slagsmál þarna á milli en yfirleitt er þetta meira eins og samtal."Tónlistin samsvarar æviskeiðum Súsönnu, en hún skiptist í ryþmíska tónlist sem vísar til ungu stúlkunnar, venjubundna og hljómræna tónlist sem túlkar Súsönnu á miðjum aldri og síðan er hljóðræn tónlist notkuð til þess að túlka gömlu konuna. „Ég læt hana ekki fylga textanum eftir nákvæmlega en maður finnur þessi tengsl í bakgrunninum.Frelsandi vinnaVerkið hefur fengið prýðisviðtökur en það var nýlega sýnt í Ósló. Ferðalag þess nú er í tilefni af sérstakri Fosse-hátíð sem stendur yfir í Þjóðleikhúsinu. Atli segist vel geta hugsað sér að koma að fleiri slíkum verkefnum í framtíðinni. „Leikhúsið er rosalega frelsandi, sérstaklega fyrir mann eins og mig sem hefur unnið árum saman að hreinni eða abstrakt tónlist. Það er mjög heillandi að fá þessa nýju vídd sem kemur inn í verkið en það er ákveðinn prófsteinn líka. Það er ekki auðvelt því maður þarf að gæta þess að semja ekki of mikið og taka tillit til fleiri atriða, til dæmis má ekki vaða yfir textann," útskýrir hann og segir að þetta hafi verið skemmtileg glíma. „Þeir hjá leikhúsinu hafa líka lýst yfir vilja til þess að starfa meira með mér svo ég tel miklar líkur á að ég taki að mér fleiri svona verkefni."Tvær sýningar verða á verkinu Suzannah á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, sú fyrri í kvöld kl. 20 en hin síðari á sama tíma annað kvöld.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira