Tónlist

Fimmtudagsforleikur

Það er dæmalaust hressandi að fara á góða tónleika Líklegt má teljast að það verði heilmikið fjör í Pósthússtrætinu í kvöld þegar ungliðarnir rokka þakið af Hinu húsinu.
Það er dæmalaust hressandi að fara á góða tónleika Líklegt má teljast að það verði heilmikið fjör í Pósthússtrætinu í kvöld þegar ungliðarnir rokka þakið af Hinu húsinu.
Hitt húsið tekur virkan þátt í tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og rokkar stíft með Fimmtudagsforleik í dag. Ung og upprennandi bönd eiga athvarf sitt í Pósthús­strætinu og þar ríða á vaðið sveitirnar Furstaskyttan, The Ministry of Foreign Affairs og Sudden Weather Change. Tónleikarnir hefjast kl. 20, það er algjörlega ókeypis inn en 16 ára aldurstakmark. Aðrir tónleikar verða haldnir á laugardagskvöldið en þá mæta Jamie"s Star, Nögl, ÚT*Exit og sveitin Sudden Weather Change á sviðið.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.hitthusid.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×