MTV og Airwaves-hljómsveit í draugagöngu 19. október 2006 12:15 Jónas Freydal Lóðsaði MTV og We Are Scientists um Reykjavík í gær. Tökulið frá MTV og meðlimir rokksveitarinnar We are Scientists reimuðu á sig gönguskóna í gærdag og héldu í tveggja tíma draugagöngu um Reykjavík með Jónasi Freydal, sem staðið hefur fyrir slíkum göngum í sumar. We are Scientists er ein af fjölmörgum hljómsveitum sem troða upp á Airwaves en þegar MTV falaðist eftir viðtali við þá Scientists-kappa voru þeir þegar búnir að bóka sig í gönguna, en Jónas sagði þá hafa mikinn áhuga á að fræðast um íslenska drauga og álfa. Starfsliðið frá MTV ákvað því að fylgja þeim eftir, enda þótti þetta skemmtilegur vinkill á Íslandi í tengslum við Airwaves. „Þetta verður bara ósköp venjuleg ganga,“ sagði Jónas þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær, en hann segir útsendara MTV ekki hafa farið fram á að gangan yrði lokuð öðrum. „Þau höfðu mestan áhuga á gjörningnum okkar á bak við Alþingi. Þar fáum við skilaboð frá álfum og huldufólki í gegnum Íslands þúsund ár,“ sagði Jónas. „Litlir álfar og víkingar ætla að búa hér eftir þúsund ár líka,“ bætti hann við, en Jónas hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og hefur staðfasta trú á því að ferðaþjónusta geti þjónað sama tilgangi og stórvirkjanaframkvæmdir hvað varðar fjárhag þjóðarbúsins. „Draugagangan er dæmi um það, við fórum af stað í albjörtu veðri í byrjun júní og í dag hafa yfir átta þúsund manns mætt í göngurnar,“ sagði hann, en útlendir ferðamenn og innfæddir hafa að sögn hans jafnmikinn áhuga á göngunum. Starfslið frá National Geographic var statt á landinu fyrir stuttu til að gera úttekt á virkjanamálum og fleiri erlendir fjölmiðlar hafa komið í göngurnar. Innslagið sem MTV tók upp með We Are Scientists í gær verður sýnt á MTV í Evrópu, í alls 16 löndum. Auk þess munu útsendarar stöðvarinnar að sjálfsögðu taka upp heilmikið efni á tónleikum Airwaves. Menning Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tökulið frá MTV og meðlimir rokksveitarinnar We are Scientists reimuðu á sig gönguskóna í gærdag og héldu í tveggja tíma draugagöngu um Reykjavík með Jónasi Freydal, sem staðið hefur fyrir slíkum göngum í sumar. We are Scientists er ein af fjölmörgum hljómsveitum sem troða upp á Airwaves en þegar MTV falaðist eftir viðtali við þá Scientists-kappa voru þeir þegar búnir að bóka sig í gönguna, en Jónas sagði þá hafa mikinn áhuga á að fræðast um íslenska drauga og álfa. Starfsliðið frá MTV ákvað því að fylgja þeim eftir, enda þótti þetta skemmtilegur vinkill á Íslandi í tengslum við Airwaves. „Þetta verður bara ósköp venjuleg ganga,“ sagði Jónas þegar Fréttablaðið talaði við hann í gær, en hann segir útsendara MTV ekki hafa farið fram á að gangan yrði lokuð öðrum. „Þau höfðu mestan áhuga á gjörningnum okkar á bak við Alþingi. Þar fáum við skilaboð frá álfum og huldufólki í gegnum Íslands þúsund ár,“ sagði Jónas. „Litlir álfar og víkingar ætla að búa hér eftir þúsund ár líka,“ bætti hann við, en Jónas hefur mikinn áhuga á umhverfismálum og hefur staðfasta trú á því að ferðaþjónusta geti þjónað sama tilgangi og stórvirkjanaframkvæmdir hvað varðar fjárhag þjóðarbúsins. „Draugagangan er dæmi um það, við fórum af stað í albjörtu veðri í byrjun júní og í dag hafa yfir átta þúsund manns mætt í göngurnar,“ sagði hann, en útlendir ferðamenn og innfæddir hafa að sögn hans jafnmikinn áhuga á göngunum. Starfslið frá National Geographic var statt á landinu fyrir stuttu til að gera úttekt á virkjanamálum og fleiri erlendir fjölmiðlar hafa komið í göngurnar. Innslagið sem MTV tók upp með We Are Scientists í gær verður sýnt á MTV í Evrópu, í alls 16 löndum. Auk þess munu útsendarar stöðvarinnar að sjálfsögðu taka upp heilmikið efni á tónleikum Airwaves.
Menning Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira