Clint Eastwood boðið til Íslands um jólin 19. október 2006 18:30 Ryan Philippe Leiddist ekki dvölin hér á landi og sást oft á skemmtistöðum borgarinnar að loknum erfiðum tökudögum Leikstjórinn aldni, Clint Eastwood, hefur fengið boðskort frá Sambíóunum um að koma hingað til lands og vera viðstaddur frumsýningu myndar sinnar, Flags of our Fathers. Myndin var að miklu leyti tekin upp í Sandvík á Reykjanesi og er ekki óalgengt að kvikmyndagerðarfólk láti sjá sig á þeim stöðum þar sem upptökur á myndinni fara fram. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst róa Sambíóin og kvikmyndafyrirtækið True North nú að því öllum árum að fá kvikmyndagoðsögnina hingað og sagði Sigurður Viktor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum, að þeir væru með alla putta krosslagða. Við hlaupum og hoppum ef við getum gert eitthvað til að fá hann hingað, sagði hann en ljóst þykir að frumsýning Flags of our Fathers verður mjög stór hluti af jólahaldinu en Íslendingar berja hana augum á annan í jólum. Möguleikarnir á að Clint komi hingað hafa aukist til muna því leikstjórinn hefur lýst því yfir í heyranda hljóði að hann vilji gjarnan koma hingað aftur þótt það verði ekkert bundið neitt sérstaklega við kvikmyndina. Samkvæmt Sigurði Viktor hefur Eastwood hins vegar ákveðið að sleppa öllum stórum markaðssvæðum í Evrópu vegna myndarinnar og ætlar eingöngu að ferðast til Japans vegna hennar sem gæti minnkað líkur á heimsókn kappans. Ljósið í myrkrinu er hins vegar að fulltrúi Warner Bros. í London hringdi sérstaklega í Sambíóin og lýsti yfir mikilli ánægju með myndina og var hún sett í sama flokk og The Departed eftir Martin Scorsese og The Prestige eftir Christopher Nolan sem förðunarsérfræðingurinn Heba Þórisdóttir vann við. Hjá True North fengust þær upplýsingar að allir angar væru úti til að fá Clint hingað til lands en ekki væri kominn nein niðurstaða í málið. Við erum í góðu samstarfi við okkar fólk þarna úti og það er verið að vinna í þessu, sagði Helga Margrét Reykdal, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins. Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikstjórinn aldni, Clint Eastwood, hefur fengið boðskort frá Sambíóunum um að koma hingað til lands og vera viðstaddur frumsýningu myndar sinnar, Flags of our Fathers. Myndin var að miklu leyti tekin upp í Sandvík á Reykjanesi og er ekki óalgengt að kvikmyndagerðarfólk láti sjá sig á þeim stöðum þar sem upptökur á myndinni fara fram. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst róa Sambíóin og kvikmyndafyrirtækið True North nú að því öllum árum að fá kvikmyndagoðsögnina hingað og sagði Sigurður Viktor Chelbat, markaðsstjóri hjá Sambíóunum, að þeir væru með alla putta krosslagða. Við hlaupum og hoppum ef við getum gert eitthvað til að fá hann hingað, sagði hann en ljóst þykir að frumsýning Flags of our Fathers verður mjög stór hluti af jólahaldinu en Íslendingar berja hana augum á annan í jólum. Möguleikarnir á að Clint komi hingað hafa aukist til muna því leikstjórinn hefur lýst því yfir í heyranda hljóði að hann vilji gjarnan koma hingað aftur þótt það verði ekkert bundið neitt sérstaklega við kvikmyndina. Samkvæmt Sigurði Viktor hefur Eastwood hins vegar ákveðið að sleppa öllum stórum markaðssvæðum í Evrópu vegna myndarinnar og ætlar eingöngu að ferðast til Japans vegna hennar sem gæti minnkað líkur á heimsókn kappans. Ljósið í myrkrinu er hins vegar að fulltrúi Warner Bros. í London hringdi sérstaklega í Sambíóin og lýsti yfir mikilli ánægju með myndina og var hún sett í sama flokk og The Departed eftir Martin Scorsese og The Prestige eftir Christopher Nolan sem förðunarsérfræðingurinn Heba Þórisdóttir vann við. Hjá True North fengust þær upplýsingar að allir angar væru úti til að fá Clint hingað til lands en ekki væri kominn nein niðurstaða í málið. Við erum í góðu samstarfi við okkar fólk þarna úti og það er verið að vinna í þessu, sagði Helga Margrét Reykdal, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins.
Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira