Hvar er tengingin? Helga Vala Helgadóttir skrifar 19. október 2006 05:00 Kæri Sturla. Nú þegar árið 2006 er senn á enda er ekki úr vegi að spyrja þig, ráðherra fjarskipta á Íslandi hvernig hátti með fjarskiptaþjónustu við landsmenn alla. Þú seldir fyrirtækið okkar, Símann, ekki alls fyrir löngu án þess að hafa komið því í kring að grunnþjónusta yrði tryggð um allt land. Það er nú svo kæri Sturla að landsmenn allir greiða sinn hlut í samfélagssjóðinn og ættu því að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþjónustu eins og háhraðatengingu og farsímasambandi, en svo er alls ekki. Nemendur grunnskóla á Snæfellsnesi, svo dæmi sé tekið, mega horfa út um gluggann í skólanum sínum, á ljósleiðarann sem liggur utan við girðinguna á skólalóðinni án þess að njóta þeirra gæða sem línan veitir. Þessir fimmtíu nemendur eiga, líkt og aðrir nemendur landsins, að afla sér heimilda fyrir verkefnin sín, kennararnir eiga að vera vel uppfærðir í nýjustu útgáfum námsefnis, auk þess að vera vel að sér í hinum ýmsu málum er snerta samfélög nær og fjær. En því miður þá fá þau ekki tenginguna inn fyrir húsið hjá sér og þaðan af síður inn á heimili sín í sveitinni. Það þykir nefnilega ekki hagkvæmt. Einkaaðilarnir sem keyptu Símann sjá sér enga hagsmuni í því að leysa vanda þessara örfáu einstaklinga, og ekki sást þú þér hag í því að leysa hann áður en þú seldir þessa mjólkurkú okkar. Beðið er eftir Fjarskiptasjóðnum sem á að leysa þessi verkefni, en hvenær kæri Sturla? Hvenær heldur þú að landsmenn allir fái að taka þátt í nútímasamfélaginu líkt og þú sjálfur í höfuðborginni okkar. Ísland er ríkt land og hefur alla burði til að vera í fremstu röð er varðar menntun. OECD, efnahags- og framfarastofnunin, segir að við mat á samkeppnisstöðu þjóða sé megináherslan lögð á menntun og árangur á sviði rannsókna og nýsköpunar. Við stærum okkur af því á góðum stundum hversu góð samkeppnisstaða okkar sé en það er eins og það hafi gleymst í tíð núverandi ríkisstjórnar að það dugir ekki einungis að mennta þá sem búa á suðvesturhorninu og útvöldum þéttbýlisstöðum. Komið hefur á daginn að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur bilið milli íbúa höfuðborgar og landsbyggðar aukist. Mikill munur virðist vera á lengd menntunar hjá þessum hópum. Rúm 40% íbúa landsbyggðarinnar eru einungis með grunnskólapróf á meðan þessi hópur er rétt um 20% á höfuðborgarsvæðinu. Þessari þróun verður ekki snúið við nema með samstilltu átaki. Þetta verður því miður ekki gert nema með því að koma á háhraðatengingu um allt land og það án tafar. Ef ekki verður brugðist við þessu fljótt má vænta þess að innan fárra ára verði hér stéttskipt þjóð, annars vegar menntafólkið á mölinni og hins vegar hið minna menntaða sem dreifist á smærri staði út um land, án grunnþjónustu, án tengsla við umheiminn. Þetta er á þína ábyrgð herra samgönguráðherra og hefur verið lengi. Nú er lag, ríkissjóður gildur sem aldrei fyrr að sögn forsætisráðherra og skattgreiðendur á landsbyggðinni orðnir þreyttir á annars flokks þjónustu frá ykkur við Austurvöll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Kæri Sturla. Nú þegar árið 2006 er senn á enda er ekki úr vegi að spyrja þig, ráðherra fjarskipta á Íslandi hvernig hátti með fjarskiptaþjónustu við landsmenn alla. Þú seldir fyrirtækið okkar, Símann, ekki alls fyrir löngu án þess að hafa komið því í kring að grunnþjónusta yrði tryggð um allt land. Það er nú svo kæri Sturla að landsmenn allir greiða sinn hlut í samfélagssjóðinn og ættu því að sitja við sama borð þegar kemur að grunnþjónustu eins og háhraðatengingu og farsímasambandi, en svo er alls ekki. Nemendur grunnskóla á Snæfellsnesi, svo dæmi sé tekið, mega horfa út um gluggann í skólanum sínum, á ljósleiðarann sem liggur utan við girðinguna á skólalóðinni án þess að njóta þeirra gæða sem línan veitir. Þessir fimmtíu nemendur eiga, líkt og aðrir nemendur landsins, að afla sér heimilda fyrir verkefnin sín, kennararnir eiga að vera vel uppfærðir í nýjustu útgáfum námsefnis, auk þess að vera vel að sér í hinum ýmsu málum er snerta samfélög nær og fjær. En því miður þá fá þau ekki tenginguna inn fyrir húsið hjá sér og þaðan af síður inn á heimili sín í sveitinni. Það þykir nefnilega ekki hagkvæmt. Einkaaðilarnir sem keyptu Símann sjá sér enga hagsmuni í því að leysa vanda þessara örfáu einstaklinga, og ekki sást þú þér hag í því að leysa hann áður en þú seldir þessa mjólkurkú okkar. Beðið er eftir Fjarskiptasjóðnum sem á að leysa þessi verkefni, en hvenær kæri Sturla? Hvenær heldur þú að landsmenn allir fái að taka þátt í nútímasamfélaginu líkt og þú sjálfur í höfuðborginni okkar. Ísland er ríkt land og hefur alla burði til að vera í fremstu röð er varðar menntun. OECD, efnahags- og framfarastofnunin, segir að við mat á samkeppnisstöðu þjóða sé megináherslan lögð á menntun og árangur á sviði rannsókna og nýsköpunar. Við stærum okkur af því á góðum stundum hversu góð samkeppnisstaða okkar sé en það er eins og það hafi gleymst í tíð núverandi ríkisstjórnar að það dugir ekki einungis að mennta þá sem búa á suðvesturhorninu og útvöldum þéttbýlisstöðum. Komið hefur á daginn að í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur bilið milli íbúa höfuðborgar og landsbyggðar aukist. Mikill munur virðist vera á lengd menntunar hjá þessum hópum. Rúm 40% íbúa landsbyggðarinnar eru einungis með grunnskólapróf á meðan þessi hópur er rétt um 20% á höfuðborgarsvæðinu. Þessari þróun verður ekki snúið við nema með samstilltu átaki. Þetta verður því miður ekki gert nema með því að koma á háhraðatengingu um allt land og það án tafar. Ef ekki verður brugðist við þessu fljótt má vænta þess að innan fárra ára verði hér stéttskipt þjóð, annars vegar menntafólkið á mölinni og hins vegar hið minna menntaða sem dreifist á smærri staði út um land, án grunnþjónustu, án tengsla við umheiminn. Þetta er á þína ábyrgð herra samgönguráðherra og hefur verið lengi. Nú er lag, ríkissjóður gildur sem aldrei fyrr að sögn forsætisráðherra og skattgreiðendur á landsbyggðinni orðnir þreyttir á annars flokks þjónustu frá ykkur við Austurvöll.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun