Velgengni leikskálds 18. október 2006 10:00 Helen Mirren í Drottningunni Handritshöfundurinn Peter Morgan á góðu gengi að fagna og skirrist ekki við að fjalla um lifandi fólk í opinberu lífi. Breska leikskáldið Peter Morgan gerir það gott þessa dagana. Handrit hans að kvikmyndinni The Queen fellur í kramið hjá flestum sem sjá þessa ágætu mynd. Leikrit hans, Frost/Nixon, á Donmar-leikhúsinu í London gengur vel og flyst á Broadway þegar sýningum í London lýkur og er uppselt á allar sýningarnar. Ron Howard er búinn að kaupa kvikmyndaréttinn. Þann 26. október verður kvikmynd hans, Lord Longford, á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Channel 4 en hún rekur samband Myru Hindley, morðkvendisins alræmda við hinn þekkta mannvin og lávarð. Fer Samantha Marrow með hlutverk Myru sem var hataðasta konan á Bretlandseyjum á síðustu öld. Þá á Morgan handritið að kvikmyndinni Last King of Scotland sem verður opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í London 21. október. Athygli vekur að flest viðfangsefni sækir Morgan til fólks sem er enn á lífi eða nýlátið, sögulegra tíðinda í ekki svo fjarlægri fortíð. Það komast menn upp með í öðrum löndum. Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Breska leikskáldið Peter Morgan gerir það gott þessa dagana. Handrit hans að kvikmyndinni The Queen fellur í kramið hjá flestum sem sjá þessa ágætu mynd. Leikrit hans, Frost/Nixon, á Donmar-leikhúsinu í London gengur vel og flyst á Broadway þegar sýningum í London lýkur og er uppselt á allar sýningarnar. Ron Howard er búinn að kaupa kvikmyndaréttinn. Þann 26. október verður kvikmynd hans, Lord Longford, á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Channel 4 en hún rekur samband Myru Hindley, morðkvendisins alræmda við hinn þekkta mannvin og lávarð. Fer Samantha Marrow með hlutverk Myru sem var hataðasta konan á Bretlandseyjum á síðustu öld. Þá á Morgan handritið að kvikmyndinni Last King of Scotland sem verður opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í London 21. október. Athygli vekur að flest viðfangsefni sækir Morgan til fólks sem er enn á lífi eða nýlátið, sögulegra tíðinda í ekki svo fjarlægri fortíð. Það komast menn upp með í öðrum löndum.
Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira