Stefán Karl talar íslensku í bandarískri stórmynd 15. október 2006 11:30 Stiller og Wilson fá aðstoð frá Stefáni Karli í nýrri gamanmynd. MYND/GettyImages Ben Stiller hittir fyrir nokkra víkinga í myndinni og það vantaði því íslenskar víkingaraddir í myndina, segir Stefán Karl Stefánsson, leikari, sem mun láta í sér heyra í gamanmyndinni Night at the Museum sem skartar stórstjörnum á borð við Robin Williams, Owen Wilson, Ricky Gervais og Mickey Rooney. Það er auðvitað ekki allt vaðandi í íslenskum leikurum hérna í Los Angeles en þeir vissu af mér og buðu mér verkefnið enda þótti tilvalið að láta víkingana tala íslensku. Því er spáð að Night at the Museum verði ein vinsælasta jólamyndin vestanhafs en í henni leikur Ben Stiller taugaveiklaðan safnvörð sem leysir óvart forna bölvun úr læðingi með þeim afleiðingum að skrímsli og ýmsar forynjur sem geymdar eru á safninu vakna til lífsins og gera allt vitlaust. Ég er búinn að sjá megnið af myndinni og hún er frábær. Alveg hrikalega fyndinn, segir Stefán og bætir því við að þó þáttur hans í myndinni sé ekki stór þá sé það ekki ónýtt að vera á lista með áðurnefndum stórstjörnum. Stefán Karl var ekki lengi að skila sínu. Mætti tvisvar í hljóðver þar sem honum voru lagðar ákveðnar línur og svo spann hann djöfulganginn í íslensku berserkjunum á staðnum. Undir lok myndarinnar lendir Stiller í víkingunum sem eru í jötunmóð. Það sést ekki mikið framan í þá en ef fólk leggur vel við hlustir mun það heyra fleygar íslenskar setningar á borð við þungur hnífur, þannig að þetta er heilmikið stuð. Stiller vekur alls kyns vígamenn upp til lífsins allt frá indíanum til víkinga og í einu atriði myndarinnar takast víkingur og íníani á með miklum látum. Ég mætti þarna með mina íslensku og á móti mér talaði indíáni á móðurmáli sínu. Við komumst varla neitt áfram vegna þess að við hlógum svo mikið enda var þetta alveg fráleitt en meðal þess sem ég læt indíánann heyra á íslensku er ég skal reyta af þér hanakambinn eins og hænu. Stefán Karl hefur verið búsettur í Los Angeles um nokkurt skeið og það er ekki útilokað að hann muni skjóta upp kollinum í fleiri Hollywoodmyndum. Það er ýmislegt í gangi en ég verð bara að segja eins og stjórnmálamennirnir að hlutirnir séu ekki komnir á það stig að hægt sé að tala um þá. Það gengur mjög vel en þetta tekur allt mikinn tíma en ég er sem betur fer þolinmóður maður. Menning Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Ben Stiller hittir fyrir nokkra víkinga í myndinni og það vantaði því íslenskar víkingaraddir í myndina, segir Stefán Karl Stefánsson, leikari, sem mun láta í sér heyra í gamanmyndinni Night at the Museum sem skartar stórstjörnum á borð við Robin Williams, Owen Wilson, Ricky Gervais og Mickey Rooney. Það er auðvitað ekki allt vaðandi í íslenskum leikurum hérna í Los Angeles en þeir vissu af mér og buðu mér verkefnið enda þótti tilvalið að láta víkingana tala íslensku. Því er spáð að Night at the Museum verði ein vinsælasta jólamyndin vestanhafs en í henni leikur Ben Stiller taugaveiklaðan safnvörð sem leysir óvart forna bölvun úr læðingi með þeim afleiðingum að skrímsli og ýmsar forynjur sem geymdar eru á safninu vakna til lífsins og gera allt vitlaust. Ég er búinn að sjá megnið af myndinni og hún er frábær. Alveg hrikalega fyndinn, segir Stefán og bætir því við að þó þáttur hans í myndinni sé ekki stór þá sé það ekki ónýtt að vera á lista með áðurnefndum stórstjörnum. Stefán Karl var ekki lengi að skila sínu. Mætti tvisvar í hljóðver þar sem honum voru lagðar ákveðnar línur og svo spann hann djöfulganginn í íslensku berserkjunum á staðnum. Undir lok myndarinnar lendir Stiller í víkingunum sem eru í jötunmóð. Það sést ekki mikið framan í þá en ef fólk leggur vel við hlustir mun það heyra fleygar íslenskar setningar á borð við þungur hnífur, þannig að þetta er heilmikið stuð. Stiller vekur alls kyns vígamenn upp til lífsins allt frá indíanum til víkinga og í einu atriði myndarinnar takast víkingur og íníani á með miklum látum. Ég mætti þarna með mina íslensku og á móti mér talaði indíáni á móðurmáli sínu. Við komumst varla neitt áfram vegna þess að við hlógum svo mikið enda var þetta alveg fráleitt en meðal þess sem ég læt indíánann heyra á íslensku er ég skal reyta af þér hanakambinn eins og hænu. Stefán Karl hefur verið búsettur í Los Angeles um nokkurt skeið og það er ekki útilokað að hann muni skjóta upp kollinum í fleiri Hollywoodmyndum. Það er ýmislegt í gangi en ég verð bara að segja eins og stjórnmálamennirnir að hlutirnir séu ekki komnir á það stig að hægt sé að tala um þá. Það gengur mjög vel en þetta tekur allt mikinn tíma en ég er sem betur fer þolinmóður maður.
Menning Mest lesið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira