Var að ljúka grein umpyntingar í Tsjetsjeníu 9. október 2006 06:30 Mótmæli í Moskvu. Morðið á Önnu Politskovskaja varð aðalefni mótmælafundar í Moskvu í gær, þar sem upphaflega átti að mótmæla því að meira en hundrað Georgíumenn voru reknir úr landi í vikunni. Stjórnvöld í Rússlandi hétu því í gær að hafa uppi á morðingja fréttakonunnar Önnu Politskovskaja, sem myrt var á laugardag. Starfsfélagar hennar á blaðinu Novaya Gazeta, þar sem hún starfaði, treysta þó varlega á þau loforð og ætla sjálfir að hefja rannsókn á morði hennar. Þeir eru þess fullvissir að hún hafi verið myrt vegna skrifa sinna, en hún hefur gagnrýnt harðlega stríðsrekstur Vladimírs Pútín forseta í Tsjetsjeníu. Þeir segja að hún hafi ætlað að birta í blaðinu í dag grein um pyntingar og mannrán í Tsjetsjeníu, byggða á viðtölum við sjónarvotta og með myndum af fórnarlömbum pyntinga. ,,Okkur barst aldrei greinin, en hún hafði sannanir fyrir þessu og hafði undir höndum ljósmyndir, sagði Vitalí Jerúshenskí, aðstoðarritstjóri blaðsins, í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Anna Politskovskaja fannst látin á laugardaginn í lyftu í húsinu þar sem hún bjó í Moskvu. Hún var særð tveimur skotsárum. Skammbyssa og fjórar byssukúlur fundust hjá líkinu. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa krafist þess af rússneskum stjórnvöldum að ítarleg rannsókn verði gerð á morðinu. Oleg Orlov hjá mannréttindasamtökunum Memorial segist viss um að Politskovskaja hafi verið myrt að undirlagi þeirra sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum í Tsjetsjeníu. Politskovskaja var einn af sárafáum blaðamönnum í Rússlandi sem fjölluðu um mannréttindabrot í Tsjetsjeníu. Hún hefur gagnrýnt harðlega Ramzan Kadyrov, sem er forsætisráðherra í Tsjetsjeníu með stuðningi rússneskra stjórnvalda. Hún hefur einnig reitt aðra ráðamenn til reiði, þar á meðal rússneska herinn með umfjöllun sinni um hann. Á hinn bóginn hefur hún unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir skrif sín. Fleiri þekktir blaðamenn, sem höfðu gagnrýnt stjórnvöld í Rússlandi, hafa verið myrtir síðan Vladimír Pútín forseti komst til valda árið 2000. Þekktastur þeirra var Paul Klebnikov, ritstjóri rússnesku útgáfunnar af viðskiptatímaritinu Forbes, en hann var myrtur í júlí árið 2004. Tveir Tsjetsjenar voru á sínum tíma ákærðir fyrir það morð, en þeir voru látnir lausir fyrr á þessu ári. Erlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi hétu því í gær að hafa uppi á morðingja fréttakonunnar Önnu Politskovskaja, sem myrt var á laugardag. Starfsfélagar hennar á blaðinu Novaya Gazeta, þar sem hún starfaði, treysta þó varlega á þau loforð og ætla sjálfir að hefja rannsókn á morði hennar. Þeir eru þess fullvissir að hún hafi verið myrt vegna skrifa sinna, en hún hefur gagnrýnt harðlega stríðsrekstur Vladimírs Pútín forseta í Tsjetsjeníu. Þeir segja að hún hafi ætlað að birta í blaðinu í dag grein um pyntingar og mannrán í Tsjetsjeníu, byggða á viðtölum við sjónarvotta og með myndum af fórnarlömbum pyntinga. ,,Okkur barst aldrei greinin, en hún hafði sannanir fyrir þessu og hafði undir höndum ljósmyndir, sagði Vitalí Jerúshenskí, aðstoðarritstjóri blaðsins, í viðtali við rússneska útvarpsstöð. Anna Politskovskaja fannst látin á laugardaginn í lyftu í húsinu þar sem hún bjó í Moskvu. Hún var særð tveimur skotsárum. Skammbyssa og fjórar byssukúlur fundust hjá líkinu. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa krafist þess af rússneskum stjórnvöldum að ítarleg rannsókn verði gerð á morðinu. Oleg Orlov hjá mannréttindasamtökunum Memorial segist viss um að Politskovskaja hafi verið myrt að undirlagi þeirra sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum í Tsjetsjeníu. Politskovskaja var einn af sárafáum blaðamönnum í Rússlandi sem fjölluðu um mannréttindabrot í Tsjetsjeníu. Hún hefur gagnrýnt harðlega Ramzan Kadyrov, sem er forsætisráðherra í Tsjetsjeníu með stuðningi rússneskra stjórnvalda. Hún hefur einnig reitt aðra ráðamenn til reiði, þar á meðal rússneska herinn með umfjöllun sinni um hann. Á hinn bóginn hefur hún unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir skrif sín. Fleiri þekktir blaðamenn, sem höfðu gagnrýnt stjórnvöld í Rússlandi, hafa verið myrtir síðan Vladimír Pútín forseti komst til valda árið 2000. Þekktastur þeirra var Paul Klebnikov, ritstjóri rússnesku útgáfunnar af viðskiptatímaritinu Forbes, en hann var myrtur í júlí árið 2004. Tveir Tsjetsjenar voru á sínum tíma ákærðir fyrir það morð, en þeir voru látnir lausir fyrr á þessu ári.
Erlent Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira