Leitarflokkar halda áfram að leita að líkum í Amazon frumskóginum eftir hræðilegasta flugslys Brasilíu sem átti sér stað fyrir meira en viku síðan.
Enn sem komið er hafa fundist um hundrað lík. Búið er að bera kennsl á sextíu þeirra en enn á eftir að bera kennsl á fjörtíu manns.
Frumskógurinn er afar erfiður yfirferðar og hefur það gert leitarflokkum erfitt fyrir. Allir farþegar og áhöfn vélarinnar létu lífið í slysinu, en samtals fórust 154 manns.
Stjórnvöld í Brasilíu eru enn að rannsaka orsök slyssins.