Fáir sammála tillögu Samfylkingarinnar 25. september 2006 04:30 Steingrímur J. Sigfússon Viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögum Samfylkingar um lækkun matvöruverðs eru neikvæð. Talsmenn flokkanna segja niðurfellingu innflutningstolla á einu og hálfu ári munu hafa slæm áhrif á íslenskan landbúnað. Einnig sé alls óvíst að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. Tillögur Samfylkingar, sem birtar voru á laugardag, verða lagðar fram á Alþingi í haust. Í þeim felast meðal annars afnám vörugjalds og tolla í áföngum auk lækkunar virðisaukaskatts á mat. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna, yrði íslenskum landbúnaði greitt þungt högg með því að opna fyrir óheftan og jafnvel niðurgreiddan innflutning á einu og hálfu ári. „Það er sýnd veiði en ekki gefin að það skili sér allt til neytenda þó að tollinum yrði létt af." Guðjón Arnar Kristjánsson „Eigi að fella innflutningstolla niður á einu og hálfu ári finnst mér það ansi bratt," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ræða þetta við bændur og innan bændasamtakanna hvernig svona breytingar eiga að eiga sér stað. Það er ekki hægt að gera þetta einhliða og taka ekki tillit til bænda." Arnbjörg Sveinsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá að það geti gengið upp að fella niður innflutningstolla á einu og hálfu ári. Það sé of stuttur aðlögunartími fyrir bændur. „Hins vegar er margt annað í matvöruverðinu sem má skoða, landbúnaðarframleiðslan sem slík er það lítill hluti af innkaupakörfu fjölskyldunnar." Hjálmar árnason „Mér finnst gæta mikillar einföldunar í málflutningi Samfylkingarinnar í þessu máli, staðreyndin er sú að í matarkörfunni eru íslenskar landbúnaðarvörur ekki nema fimm til sjö prósent," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki hvernig á að lækka verðið um tvö hundruð þúsund ef það á einungis að horfa á landbúnað." Hann segir meginatriðið hjá Framsókn vera að lækka matarverð en vera viss um að aðgerðir skili sér í vasa neytenda. Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira
Viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögum Samfylkingar um lækkun matvöruverðs eru neikvæð. Talsmenn flokkanna segja niðurfellingu innflutningstolla á einu og hálfu ári munu hafa slæm áhrif á íslenskan landbúnað. Einnig sé alls óvíst að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. Tillögur Samfylkingar, sem birtar voru á laugardag, verða lagðar fram á Alþingi í haust. Í þeim felast meðal annars afnám vörugjalds og tolla í áföngum auk lækkunar virðisaukaskatts á mat. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna, yrði íslenskum landbúnaði greitt þungt högg með því að opna fyrir óheftan og jafnvel niðurgreiddan innflutning á einu og hálfu ári. „Það er sýnd veiði en ekki gefin að það skili sér allt til neytenda þó að tollinum yrði létt af." Guðjón Arnar Kristjánsson „Eigi að fella innflutningstolla niður á einu og hálfu ári finnst mér það ansi bratt," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ræða þetta við bændur og innan bændasamtakanna hvernig svona breytingar eiga að eiga sér stað. Það er ekki hægt að gera þetta einhliða og taka ekki tillit til bænda." Arnbjörg Sveinsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá að það geti gengið upp að fella niður innflutningstolla á einu og hálfu ári. Það sé of stuttur aðlögunartími fyrir bændur. „Hins vegar er margt annað í matvöruverðinu sem má skoða, landbúnaðarframleiðslan sem slík er það lítill hluti af innkaupakörfu fjölskyldunnar." Hjálmar árnason „Mér finnst gæta mikillar einföldunar í málflutningi Samfylkingarinnar í þessu máli, staðreyndin er sú að í matarkörfunni eru íslenskar landbúnaðarvörur ekki nema fimm til sjö prósent," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki hvernig á að lækka verðið um tvö hundruð þúsund ef það á einungis að horfa á landbúnað." Hann segir meginatriðið hjá Framsókn vera að lækka matarverð en vera viss um að aðgerðir skili sér í vasa neytenda.
Innlent Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Sjá meira