Fáir sammála tillögu Samfylkingarinnar 25. september 2006 04:30 Steingrímur J. Sigfússon Viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögum Samfylkingar um lækkun matvöruverðs eru neikvæð. Talsmenn flokkanna segja niðurfellingu innflutningstolla á einu og hálfu ári munu hafa slæm áhrif á íslenskan landbúnað. Einnig sé alls óvíst að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. Tillögur Samfylkingar, sem birtar voru á laugardag, verða lagðar fram á Alþingi í haust. Í þeim felast meðal annars afnám vörugjalds og tolla í áföngum auk lækkunar virðisaukaskatts á mat. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna, yrði íslenskum landbúnaði greitt þungt högg með því að opna fyrir óheftan og jafnvel niðurgreiddan innflutning á einu og hálfu ári. „Það er sýnd veiði en ekki gefin að það skili sér allt til neytenda þó að tollinum yrði létt af." Guðjón Arnar Kristjánsson „Eigi að fella innflutningstolla niður á einu og hálfu ári finnst mér það ansi bratt," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ræða þetta við bændur og innan bændasamtakanna hvernig svona breytingar eiga að eiga sér stað. Það er ekki hægt að gera þetta einhliða og taka ekki tillit til bænda." Arnbjörg Sveinsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá að það geti gengið upp að fella niður innflutningstolla á einu og hálfu ári. Það sé of stuttur aðlögunartími fyrir bændur. „Hins vegar er margt annað í matvöruverðinu sem má skoða, landbúnaðarframleiðslan sem slík er það lítill hluti af innkaupakörfu fjölskyldunnar." Hjálmar árnason „Mér finnst gæta mikillar einföldunar í málflutningi Samfylkingarinnar í þessu máli, staðreyndin er sú að í matarkörfunni eru íslenskar landbúnaðarvörur ekki nema fimm til sjö prósent," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki hvernig á að lækka verðið um tvö hundruð þúsund ef það á einungis að horfa á landbúnað." Hann segir meginatriðið hjá Framsókn vera að lækka matarverð en vera viss um að aðgerðir skili sér í vasa neytenda. Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögum Samfylkingar um lækkun matvöruverðs eru neikvæð. Talsmenn flokkanna segja niðurfellingu innflutningstolla á einu og hálfu ári munu hafa slæm áhrif á íslenskan landbúnað. Einnig sé alls óvíst að breytingarnar skili sér í vasa neytenda. Tillögur Samfylkingar, sem birtar voru á laugardag, verða lagðar fram á Alþingi í haust. Í þeim felast meðal annars afnám vörugjalds og tolla í áföngum auk lækkunar virðisaukaskatts á mat. Að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanni Vinstri grænna, yrði íslenskum landbúnaði greitt þungt högg með því að opna fyrir óheftan og jafnvel niðurgreiddan innflutning á einu og hálfu ári. „Það er sýnd veiði en ekki gefin að það skili sér allt til neytenda þó að tollinum yrði létt af." Guðjón Arnar Kristjánsson „Eigi að fella innflutningstolla niður á einu og hálfu ári finnst mér það ansi bratt," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. „Það þarf að ræða þetta við bændur og innan bændasamtakanna hvernig svona breytingar eiga að eiga sér stað. Það er ekki hægt að gera þetta einhliða og taka ekki tillit til bænda." Arnbjörg Sveinsdóttir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá að það geti gengið upp að fella niður innflutningstolla á einu og hálfu ári. Það sé of stuttur aðlögunartími fyrir bændur. „Hins vegar er margt annað í matvöruverðinu sem má skoða, landbúnaðarframleiðslan sem slík er það lítill hluti af innkaupakörfu fjölskyldunnar." Hjálmar árnason „Mér finnst gæta mikillar einföldunar í málflutningi Samfylkingarinnar í þessu máli, staðreyndin er sú að í matarkörfunni eru íslenskar landbúnaðarvörur ekki nema fimm til sjö prósent," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins. „Ég veit ekki hvernig á að lækka verðið um tvö hundruð þúsund ef það á einungis að horfa á landbúnað." Hann segir meginatriðið hjá Framsókn vera að lækka matarverð en vera viss um að aðgerðir skili sér í vasa neytenda.
Innlent Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira