Fjórir grunaðir um hryðjuverk 23. september 2006 07:00 Viðbragðsæfing á Kastrup-flugvelli Danskar og sænskar varðsveitir efndu til æfinga á Kastrup-flugvelli á miðvikudaginn þar sem líkt var eftir árás hryðjuverkamanna. MYND/AP Fjórir menn voru handteknir í Noregi á þriðjudaginn, grunaðir um að hafa staðið að skotárás á samkunduhús gyðinga í Ósló um síðustu helgi. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárásir á bandaríska og ísraelska sendiráðið í Ósló. Frá þessu var skýrt í norskum fjölmiðlum í gær. Ákærur á hendur mönnunum eru að hluta byggðar á upptökum úr hlerunarbúnaði, sem hafði verið komið fyrir í bifreið eins þeirra. Samkvæmt fréttaflutningi norskra fjölmiðla heyrðust mennirnir þar ræða sín á milli um sprengjuárásir á sendiráðin. Einnig eru þeir sagðir hafa talað um að höggva höfuðið af Miriam Shomrat, sendiherra Ísraels í Noregi. Hættan af hryðjuverkum hefur verið mikið til umræðu á Norðurlöndunum nú í vikunni. Á fimmtudaginn fullyrti leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, að hættan af íslömskum hryðjuverkamönnum í Evrópu stafaði helst af litlum og einangruðum hópum, en síður af stærri og þekktari samtökum á borð við Al Kaída. Þetta kom fram í ársskýrslu PET, þar sem segir enn fremur að hættan á slíkum hryðjuverkum sé meiri nú en áður, meðal annars í Danmörku, og þá beinlínis vegna þátttöku Dana í hernaði í Írak og Afganistan. Einnig hafi birting skopmyndanna af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum gert sitt til þess að auka hættuna. Danska leyniþjónustan segist hafa á þessu ári fengið veður af meira en tvö hundruð hótunum, sem bárust í tengslum við skopmyndirnar af Múhameð. Ekki er þó tekið fram hvort þær hótanir hafi allar komið frá herskáum múslimum eða hvort sumar þeirra hafi beinst að múslimum sem búa í Danmörku. Á fimmtudaginn hittust einnig í Finnlandi dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna til þess að ræða aðferðir til að berjast gegn bæði hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að efla samstarf ríkjanna á þessu sviði til þess að ná betri árangri. Erlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira
Fjórir menn voru handteknir í Noregi á þriðjudaginn, grunaðir um að hafa staðið að skotárás á samkunduhús gyðinga í Ósló um síðustu helgi. Þeir eru einnig grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárásir á bandaríska og ísraelska sendiráðið í Ósló. Frá þessu var skýrt í norskum fjölmiðlum í gær. Ákærur á hendur mönnunum eru að hluta byggðar á upptökum úr hlerunarbúnaði, sem hafði verið komið fyrir í bifreið eins þeirra. Samkvæmt fréttaflutningi norskra fjölmiðla heyrðust mennirnir þar ræða sín á milli um sprengjuárásir á sendiráðin. Einnig eru þeir sagðir hafa talað um að höggva höfuðið af Miriam Shomrat, sendiherra Ísraels í Noregi. Hættan af hryðjuverkum hefur verið mikið til umræðu á Norðurlöndunum nú í vikunni. Á fimmtudaginn fullyrti leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, að hættan af íslömskum hryðjuverkamönnum í Evrópu stafaði helst af litlum og einangruðum hópum, en síður af stærri og þekktari samtökum á borð við Al Kaída. Þetta kom fram í ársskýrslu PET, þar sem segir enn fremur að hættan á slíkum hryðjuverkum sé meiri nú en áður, meðal annars í Danmörku, og þá beinlínis vegna þátttöku Dana í hernaði í Írak og Afganistan. Einnig hafi birting skopmyndanna af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum gert sitt til þess að auka hættuna. Danska leyniþjónustan segist hafa á þessu ári fengið veður af meira en tvö hundruð hótunum, sem bárust í tengslum við skopmyndirnar af Múhameð. Ekki er þó tekið fram hvort þær hótanir hafi allar komið frá herskáum múslimum eða hvort sumar þeirra hafi beinst að múslimum sem búa í Danmörku. Á fimmtudaginn hittust einnig í Finnlandi dómsmála- og innanríkisráðherrar Evrópusambandsríkjanna til þess að ræða aðferðir til að berjast gegn bæði hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að efla samstarf ríkjanna á þessu sviði til þess að ná betri árangri.
Erlent Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Sjá meira