Á þriðja tug fórust þegar tilraunahraðlest ók á um það bil 200 kílómetra hraða beint á kyrrstæðan viðgerðarvagn í Þýskalandi í gærmorgun, skammt frá landamærum Hollands.
Rúmlega þrjátíu manns lentu í slysinu, þar af um 25 manns um borð í lestinni, sem hefur verið starfrækt í tilraunaskyni frá árinu 1984. Lestin er keyrð án lestarstjóra á háum segulteinum og hélst hún á brautinni þótt hún hefði kastast til þegar áreksturinn varð og stór brot kastast úr henni. Tíu manns komust lífs af úr slysinu, allir alvarlega slasaðir.