Ekkert eftirlit með búnaði símafyrirtækja til hlerana 22. september 2006 07:30 Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki eftirlit með tækjabúnaði sem notaður er til símhlerana, líkt og lög gera ráð fyrir. Þetta staðfesti Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar í gær. Samkvæmt lögum þurfa símafélög að hafa tækjabúnað fyrir hendi sem gerir þeim kleift að hlera og staðsetja símtöl, sé þess óskað með dómsúrskurði. Eftirlitsskylda liggur hjá Póst- og fjarskiptastofnun en í lögum segir að stofnunin eigi að vinna að ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs. Hrafnkell segir eiginlegt eftirlit með búnaðinum ekki vera fyrir hendi en leggur jafnframt áherslu á að starfsmenn símafélaganna þurfi að fara eftir öllum reglum og bregðast ekki lögbundinni trúnaðarskyldu sinni. Reglurnar eru í lögum um fjarskipti. En það er alveg ljóst að samkvæmt fjarskiptalögum þá hafa stjórnvöld heimild til þess að óska eftir hlerun með dómsúrskurði. Hlerunin er framkvæmd fyrir atbeina viðkomandi fjarskiptafélags annars vegar og síðan lögreglunnar. Það er ekki eftirlit með búnaði símafélaganna á vegum stofnunarinnar, en samkvæmt lögum þá er trúnaðarskylda á starfsmönnum félaganna sem umgangast þennan búnað og ef þeir rjúfa hana með því að nota búnaðinn, þá er það auðvitað skýrt lögbrot. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd og staðgengill Sigrúnar Jóhannesardóttur forstjóra, segir stofnunina geta óskað eftir því að fylgjast með meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum. Persónuvernd getur gert úttekt á því hvernig meðferð persónuupplýsinga er háttað hjá fyrirtækjum. Við höfum ekki skoðað upplýsingar er tengjast símnotkun sérstaklega en við erum byrjuð að skoða það hvernig málum er háttað gagnvart netþjónustunni. Innlent Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki eftirlit með tækjabúnaði sem notaður er til símhlerana, líkt og lög gera ráð fyrir. Þetta staðfesti Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar í gær. Samkvæmt lögum þurfa símafélög að hafa tækjabúnað fyrir hendi sem gerir þeim kleift að hlera og staðsetja símtöl, sé þess óskað með dómsúrskurði. Eftirlitsskylda liggur hjá Póst- og fjarskiptastofnun en í lögum segir að stofnunin eigi að vinna að ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs. Hrafnkell segir eiginlegt eftirlit með búnaðinum ekki vera fyrir hendi en leggur jafnframt áherslu á að starfsmenn símafélaganna þurfi að fara eftir öllum reglum og bregðast ekki lögbundinni trúnaðarskyldu sinni. Reglurnar eru í lögum um fjarskipti. En það er alveg ljóst að samkvæmt fjarskiptalögum þá hafa stjórnvöld heimild til þess að óska eftir hlerun með dómsúrskurði. Hlerunin er framkvæmd fyrir atbeina viðkomandi fjarskiptafélags annars vegar og síðan lögreglunnar. Það er ekki eftirlit með búnaði símafélaganna á vegum stofnunarinnar, en samkvæmt lögum þá er trúnaðarskylda á starfsmönnum félaganna sem umgangast þennan búnað og ef þeir rjúfa hana með því að nota búnaðinn, þá er það auðvitað skýrt lögbrot. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd og staðgengill Sigrúnar Jóhannesardóttur forstjóra, segir stofnunina geta óskað eftir því að fylgjast með meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum. Persónuvernd getur gert úttekt á því hvernig meðferð persónuupplýsinga er háttað hjá fyrirtækjum. Við höfum ekki skoðað upplýsingar er tengjast símnotkun sérstaklega en við erum byrjuð að skoða það hvernig málum er háttað gagnvart netþjónustunni.
Innlent Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Fleiri fréttir Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Sjá meira