Ekkert eftirlit með búnaði símafyrirtækja til hlerana 22. september 2006 07:30 Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki eftirlit með tækjabúnaði sem notaður er til símhlerana, líkt og lög gera ráð fyrir. Þetta staðfesti Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar í gær. Samkvæmt lögum þurfa símafélög að hafa tækjabúnað fyrir hendi sem gerir þeim kleift að hlera og staðsetja símtöl, sé þess óskað með dómsúrskurði. Eftirlitsskylda liggur hjá Póst- og fjarskiptastofnun en í lögum segir að stofnunin eigi að vinna að ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs. Hrafnkell segir eiginlegt eftirlit með búnaðinum ekki vera fyrir hendi en leggur jafnframt áherslu á að starfsmenn símafélaganna þurfi að fara eftir öllum reglum og bregðast ekki lögbundinni trúnaðarskyldu sinni. Reglurnar eru í lögum um fjarskipti. En það er alveg ljóst að samkvæmt fjarskiptalögum þá hafa stjórnvöld heimild til þess að óska eftir hlerun með dómsúrskurði. Hlerunin er framkvæmd fyrir atbeina viðkomandi fjarskiptafélags annars vegar og síðan lögreglunnar. Það er ekki eftirlit með búnaði símafélaganna á vegum stofnunarinnar, en samkvæmt lögum þá er trúnaðarskylda á starfsmönnum félaganna sem umgangast þennan búnað og ef þeir rjúfa hana með því að nota búnaðinn, þá er það auðvitað skýrt lögbrot. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd og staðgengill Sigrúnar Jóhannesardóttur forstjóra, segir stofnunina geta óskað eftir því að fylgjast með meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum. Persónuvernd getur gert úttekt á því hvernig meðferð persónuupplýsinga er háttað hjá fyrirtækjum. Við höfum ekki skoðað upplýsingar er tengjast símnotkun sérstaklega en við erum byrjuð að skoða það hvernig málum er háttað gagnvart netþjónustunni. Innlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun hefur ekki eftirlit með tækjabúnaði sem notaður er til símhlerana, líkt og lög gera ráð fyrir. Þetta staðfesti Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar í gær. Samkvæmt lögum þurfa símafélög að hafa tækjabúnað fyrir hendi sem gerir þeim kleift að hlera og staðsetja símtöl, sé þess óskað með dómsúrskurði. Eftirlitsskylda liggur hjá Póst- og fjarskiptastofnun en í lögum segir að stofnunin eigi að vinna að ráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar og friðhelgi einkalífs. Hrafnkell segir eiginlegt eftirlit með búnaðinum ekki vera fyrir hendi en leggur jafnframt áherslu á að starfsmenn símafélaganna þurfi að fara eftir öllum reglum og bregðast ekki lögbundinni trúnaðarskyldu sinni. Reglurnar eru í lögum um fjarskipti. En það er alveg ljóst að samkvæmt fjarskiptalögum þá hafa stjórnvöld heimild til þess að óska eftir hlerun með dómsúrskurði. Hlerunin er framkvæmd fyrir atbeina viðkomandi fjarskiptafélags annars vegar og síðan lögreglunnar. Það er ekki eftirlit með búnaði símafélaganna á vegum stofnunarinnar, en samkvæmt lögum þá er trúnaðarskylda á starfsmönnum félaganna sem umgangast þennan búnað og ef þeir rjúfa hana með því að nota búnaðinn, þá er það auðvitað skýrt lögbrot. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd og staðgengill Sigrúnar Jóhannesardóttur forstjóra, segir stofnunina geta óskað eftir því að fylgjast með meðferð persónuupplýsinga hjá fyrirtækjum. Persónuvernd getur gert úttekt á því hvernig meðferð persónuupplýsinga er háttað hjá fyrirtækjum. Við höfum ekki skoðað upplýsingar er tengjast símnotkun sérstaklega en við erum byrjuð að skoða það hvernig málum er háttað gagnvart netþjónustunni.
Innlent Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira