Herinn í Taílandi framdi valdarán 20. september 2006 07:15 Taílenskir hermenn umkringja stjórnarráðshúsið Herinn hóf valdarán í Taílandi í gær, meðan Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra landsins, var í New York á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Herinn náði valdi á helstu stjórnarbyggingum og sjónvarpsstöðum og lýsti yfir stuðningi við konung ríkisins. MYND/AP Yfirstjórn taílenska hersins fyrirskipaði skriðdrekahermönnum í gær að umkringja stjórnarráðið og setti herlög í landinu. Stjórnarskrá Taílands var numin úr gildi og dagskrá sjónvarpsstöðva slitið. Á skjánum sáust einungis textaboð sem skipuðu fólki að halda sig heima við og að nánari útskýringar kæmu von bráðar. Á sjónvarpsstöð hersins sást hins vegar mynd af konungshjónunum og spiluð valdaránstónlist, það er tónlist sem herinn hefur spilað í valdaránum fyrri tíma. Herinn tilkynnti seinna um kvöldið að stjórnartaumar væru nú í höndum Ráðs um stjórnsýslulegar umbætur og sór konungi landsins hollustu. Ríkissjónvarpið birti svo yfirlýsingu frá Sondhi Boonyaratkalin yfirhershöfðingja, þar sem hann skipaði öllum hermönnum að gefa sig samstundis fram við yfirmenn sína og halda síðan kyrru fyrir í herbúðum. Herinn hefði náð völdum í Bangkok og nágrenni, án nokkurrar mótstöðu. Thaksin Shinawatra forsætisráðherra var staddur í New York þar sem hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, en ávarpi hans var flýtt um einn dag vegna valdaránsins. Shinawatra lýsti yfir neyðarástandi í Taílandi og leysti yfirhershöfðingjann frá störfum. Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður sagði í samtali við Fréttablaðið að nokkuð órólegt væri í borginni. Ég var á leið út í tíu-ellefu verslun þegar ég var stoppaður á götunni og sendur aftur heim á hótel. Það voru allir hlaupandi í eina átt úti á götu, alveg eins og í bíómyndunum. Ólafur segir það hafa verið tímaspursmál hvenær herinn tæki völdin í sínar hendur, því óánægjan í landinu hafi verið afar mikil og herinn sé vanur að grípa inn í atburðarásina þegar svo standi á. Það hafa verið dagleg mótmæli út af ýmsum spillingarmálum Thaksins, sagði Ólafur, Herinn hefur leyst upp þing eitthvað um fjórtán sinnum á síðustu sextíu til sjötíu árum. Vesturlandabúarnir sem hafa verið hér lengur en ég eru á taugum og segja að nú gætu stúdentar farið út á götu að mótmæla. Það var víst mannfall í síðasta valdaráni. Friðsamlegt var þó í höfuðborginni þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Erlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Yfirstjórn taílenska hersins fyrirskipaði skriðdrekahermönnum í gær að umkringja stjórnarráðið og setti herlög í landinu. Stjórnarskrá Taílands var numin úr gildi og dagskrá sjónvarpsstöðva slitið. Á skjánum sáust einungis textaboð sem skipuðu fólki að halda sig heima við og að nánari útskýringar kæmu von bráðar. Á sjónvarpsstöð hersins sást hins vegar mynd af konungshjónunum og spiluð valdaránstónlist, það er tónlist sem herinn hefur spilað í valdaránum fyrri tíma. Herinn tilkynnti seinna um kvöldið að stjórnartaumar væru nú í höndum Ráðs um stjórnsýslulegar umbætur og sór konungi landsins hollustu. Ríkissjónvarpið birti svo yfirlýsingu frá Sondhi Boonyaratkalin yfirhershöfðingja, þar sem hann skipaði öllum hermönnum að gefa sig samstundis fram við yfirmenn sína og halda síðan kyrru fyrir í herbúðum. Herinn hefði náð völdum í Bangkok og nágrenni, án nokkurrar mótstöðu. Thaksin Shinawatra forsætisráðherra var staddur í New York þar sem hann ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi, en ávarpi hans var flýtt um einn dag vegna valdaránsins. Shinawatra lýsti yfir neyðarástandi í Taílandi og leysti yfirhershöfðingjann frá störfum. Ólafur Jóhannesson kvikmyndagerðarmaður sagði í samtali við Fréttablaðið að nokkuð órólegt væri í borginni. Ég var á leið út í tíu-ellefu verslun þegar ég var stoppaður á götunni og sendur aftur heim á hótel. Það voru allir hlaupandi í eina átt úti á götu, alveg eins og í bíómyndunum. Ólafur segir það hafa verið tímaspursmál hvenær herinn tæki völdin í sínar hendur, því óánægjan í landinu hafi verið afar mikil og herinn sé vanur að grípa inn í atburðarásina þegar svo standi á. Það hafa verið dagleg mótmæli út af ýmsum spillingarmálum Thaksins, sagði Ólafur, Herinn hefur leyst upp þing eitthvað um fjórtán sinnum á síðustu sextíu til sjötíu árum. Vesturlandabúarnir sem hafa verið hér lengur en ég eru á taugum og segja að nú gætu stúdentar farið út á götu að mótmæla. Það var víst mannfall í síðasta valdaráni. Friðsamlegt var þó í höfuðborginni þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi.
Erlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira