Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu síðustu daga þá hefur Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Vals þar sem hann hafi reynt að skapa óróa innan félagsins með ummælum sínum.
Bæði formaður Fram og handknattleiksdeildar félagsins vísuðu málinu frá sér og sögðu það vera hlutverk Hjálmars að svara fyrir þær sakir sem á hann væru bornar.
Fréttablaðið setti sig í samband við Hjálmar í gær og óskaði þess að hann tjáði sig um ásakanirnar en hann afþakkaði boð blaðsins.- hbg