Þórir Gunnarsson, bassaleikarinn knái, var staddur í Los Angeles þegar Fréttablaðið náði tali af honum og spurði hann útí nýja sigurgöngu hljómsveitarinnar.
„Já, við höfum eitthvað frétt af þessu,“ sagði hann, augljóslega spenntur enda verða úrslitin í þættinum tilkynnt annað kvöld og þá kemur í ljós hvort meðlimir sveitarinnar þurfi að leita að nýjum söngvara.
„Við þurfum ef til vill að fara panta fleiri eintök,“ bætir hann við og hlær.

Heimir Eyvindarson, umboðsmaður og hljómborðsleikari Á móti sól, sagðist kannast við að sala á plötunni hefði aukist en ekki fjórfaldast eins og sumir fréttavefir hefðu haldið fram.
„Ef síðasta plata okkar hefði farið í 36 þúsund eintök væri ég búinn að frétta af því,“ sagði hann og hló, bætti því við að útlendingar væru hins vegar farnir að sýna sveitinni áhuga og hefðu jafnvel reynt að prjóna sig í gegnum íslenska heimasíðu sveitarinnar.
„Við höfum fengið mann til að þýða hana og hann ætti að vera búinn að klára verkefnið,“ bætti hann við.