Frumkvæði lækna mikilvægt 10. september 2006 06:00 Á aðalfundi Læknafélags Íslands í upphafi þessa mánaðar var samþykkt athyglisverð ályktun. Samkvæmt henni telja læknar mikilvægt að taka upp umræðu um dreifstýringu heilbrigðiskerfisins, heilsugæslunnar og sjúkrahúsa. Vilja þeir auka samkeppni og einkarekstur heilbrigðisstofnana, á þeim sviðum þar sem sjúklingar njóta sjúkratrygginga. Þrátt fyrir að einstakir stjórnmálamenn hafi ljáð máls á aukinni samkeppni og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu hefur þessi umræða ekki farið hátt hér á landi. Tal um einkarekstur sjúkrastofnana hefur jafnvel verið talið af hinu illa. Samt eru dæmi um að hann hafi gefist vel, til dæmis við uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Sífellt hærra hlutfall ríkisútgjalda fer í heilbrigðismál og á því eru nokkrar skýringar. Lyf hækka í verði, þjóðin eldist og þjónustan er dýrari svo dæmi séu tekin. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2006 fara rúm fjörutíu prósent allra útgjalda ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, eða tæpir 126 milljarðar króna. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2001 voru sömu útgjöld tæpir 79 milljarðar króna. Vissulega ríkir ákveðin sátt á Íslandi um rekstur heilbrigðiskerfisins í núverandi mynd. Það er hins vegar ábyrgðarhluti, sem hvílir meðal annars á herðum stjórnmálamanna, fagfólks innan heilbrigðiskerfisins og skattgreiðenda, að skoða allar mögulegar leiðir til að gera kerfið skilvirkara með hagsmuni sjúklinga og starfsfólks að leiðarljósi. Með því að opna fyrir þessa umræðu nú axla læknar þessa ábyrgð. Eigi að nást sátt um breytt rekstrarform heilbrigðisstofnana er mikilvægt að fagfólk sé í broddi fylkingar í þeirri vinnu. Þannig hefur tekist að nýta kosti einkaframtaksins í menntakerfinu með frábærum árangri. Innan landbúnaðarkerfisins hefur ekki tekist að gera veigamiklar breytingar, meðal annars vegna andstöðu bænda. Það sýnir hversu áríðandi er, að þeir sem starfa nú undir ægivaldi ríkisins, sýni frumkvæði og komi að allri stefnumótunarvinnu. "Læknar þurfa því nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahúsreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við einhverja fjárfesta. Eins og sakir standa væri nærtækt að fá byggingu Borgarspítalans í Fossvogi og stofna þar sjálfstæðan spítala og semja við Tryggingastofnun um að hún kaupi þjónustu af honum. Með þessu móti mundi skapast fagleg samkeppni og þjónustan við sjúklinga batna," segir í greinargerð með ályktun aðalfundar Læknafélags Íslands. Það er engin ástæða til að standa í vegi fyrir því að kostir einkaframtaksins séu einnig nýttir við rekstur heilbrigðisstofnana. Það er í þágu allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Skoðanir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun
Á aðalfundi Læknafélags Íslands í upphafi þessa mánaðar var samþykkt athyglisverð ályktun. Samkvæmt henni telja læknar mikilvægt að taka upp umræðu um dreifstýringu heilbrigðiskerfisins, heilsugæslunnar og sjúkrahúsa. Vilja þeir auka samkeppni og einkarekstur heilbrigðisstofnana, á þeim sviðum þar sem sjúklingar njóta sjúkratrygginga. Þrátt fyrir að einstakir stjórnmálamenn hafi ljáð máls á aukinni samkeppni og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu hefur þessi umræða ekki farið hátt hér á landi. Tal um einkarekstur sjúkrastofnana hefur jafnvel verið talið af hinu illa. Samt eru dæmi um að hann hafi gefist vel, til dæmis við uppbyggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða. Sífellt hærra hlutfall ríkisútgjalda fer í heilbrigðismál og á því eru nokkrar skýringar. Lyf hækka í verði, þjóðin eldist og þjónustan er dýrari svo dæmi séu tekin. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2006 fara rúm fjörutíu prósent allra útgjalda ríkisins til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, eða tæpir 126 milljarðar króna. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2001 voru sömu útgjöld tæpir 79 milljarðar króna. Vissulega ríkir ákveðin sátt á Íslandi um rekstur heilbrigðiskerfisins í núverandi mynd. Það er hins vegar ábyrgðarhluti, sem hvílir meðal annars á herðum stjórnmálamanna, fagfólks innan heilbrigðiskerfisins og skattgreiðenda, að skoða allar mögulegar leiðir til að gera kerfið skilvirkara með hagsmuni sjúklinga og starfsfólks að leiðarljósi. Með því að opna fyrir þessa umræðu nú axla læknar þessa ábyrgð. Eigi að nást sátt um breytt rekstrarform heilbrigðisstofnana er mikilvægt að fagfólk sé í broddi fylkingar í þeirri vinnu. Þannig hefur tekist að nýta kosti einkaframtaksins í menntakerfinu með frábærum árangri. Innan landbúnaðarkerfisins hefur ekki tekist að gera veigamiklar breytingar, meðal annars vegna andstöðu bænda. Það sýnir hversu áríðandi er, að þeir sem starfa nú undir ægivaldi ríkisins, sýni frumkvæði og komi að allri stefnumótunarvinnu. "Læknar þurfa því nú þegar að hefjast handa um undirbúning sjúkrahúsreksturs á eigin vegum eða í samvinnu við einhverja fjárfesta. Eins og sakir standa væri nærtækt að fá byggingu Borgarspítalans í Fossvogi og stofna þar sjálfstæðan spítala og semja við Tryggingastofnun um að hún kaupi þjónustu af honum. Með þessu móti mundi skapast fagleg samkeppni og þjónustan við sjúklinga batna," segir í greinargerð með ályktun aðalfundar Læknafélags Íslands. Það er engin ástæða til að standa í vegi fyrir því að kostir einkaframtaksins séu einnig nýttir við rekstur heilbrigðisstofnana. Það er í þágu allra.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun