Neyddi kvalara sinn til að halda upp á jól 7. september 2006 07:30 Blöðin seld í Vínarborg Myndir af Natöschu Kampusch prýddu forsíður blaðanna tveggja í gær, þar sem birt voru fyrstu viðtölin við hana. MYND/AP Austurríki „Ég hugsaði stöðugt um að flýja,“ sagði Natascha Kampusch, hin átján ára gamla austurríska stúlka sem fyrir tveimur vikum flúði frá mannræningja sínum. Hún kom í gær í fyrsta sinn fram opinberlega og tjáði sig um dvölina hjá Wolfgang Priklopil, sem hélt henni í átta ár nauðugri í litlum sérútbúnum klefa undir bílskúrnum heima hjá sér. Eftir að hún slapp út hefur hún dvalist á sjúkrahúsi í Vínarborg þar sem hún segir að sér líði vel, umkringd læknum og sálfræðingum. Það eina sem hrjái hana sé kvef, sem hún var ekki lengi að smitast af eftir að hún slapp úr einangruninni. Hún kom fram í sjónvarpsviðtali, sem austurríska sjónvarpsstöðin ORF sýndi í gærkvöld, og einnig birtust í gær við hana viðtöl í tveimur austurrískum blöðum, vikuritinu News og dagblaðinu Kronen-Zeitung. Hún sagðist ekki vilja tala mikið um ræningja sinn, en viðurkenndi þó að hafa stundum hugsað illa til hans. „Stundum dreymdi mig um að höggva af honum hausinn, ef ég hefði átt öxi.“ Hún segist ekki hafa skipulagt flótta sinn fyrirfram, en frá tólf ára aldri hafi hún stöðugt hugsað um það, hvenær hún yrði tilbúin til þess að flýja. Þegar stundin kom tók hún ákvörðun mjög skyndilega. „Ég vissi á þeirri stund, að ef ég gerði það ekki nú, þá kæmi tækifærið kannski aldrei aftur.“ Daginn sem henni var rænt, 2. mars árið 1998, fór hún ein í skólann og sá á leiðinni grunsamlegan mann sitja í bifreið. Hún segir að það hafi hvarflað að sér að fara yfir götuna,vegna þess að henni leist ekki á manninn, en sagt við sjálfa sig: „Hann bítur þig ekki. Og ég gekk bara áfram. Og hann réðst á mig. Ég reyndi að öskra, en það kom ekkert hljóð.“ Fyrst þegar hún kom í klefann þurfti hún að dúsa þar góða stund í niðamyrkri. „Það var hræðilegt. Ég var að fá innilokunarkennd og sló með vatnsflöskum í veggina eða með hnefunum.“ Fyrsta hálfa árið fékk hún aldrei að fara út úr klefanum, en eftir það mátti hún fara upp á baðherbergi til að þvo sér. „Hann var mjög tortrygginn.“ Hún segist hafa neytt hann til þess að halda upp á jól og páska með sér, og hún fékk að halda upp á afmælið sitt. Seinni árin fékk hún oft að fara út úr húsi í fylgd Priklopils, en hann hafi hótað því að drepa alla sem hún myndi reyna að hafa samband við. „Og ég gat ekki tekið áhættuna á því.“ Í búðum kom stundum afgreiðslufólk til hennar og spurði: Get ég aðstoðað yður? „Og þá stóð ég bara dauðhrædd og lokuð og með hjartslátt og blóðrásartruflanir. Og gat mig varla hreyft.“ Hún var meðal annars spurð að því, hvernig hún hafi lært að lifa með einsemdinni. „Ég var ekkert einmana. Í hjarta mínu var fjölskyldan mín. Og góðar minningar lifðu alltaf með mér.“ Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Austurríki „Ég hugsaði stöðugt um að flýja,“ sagði Natascha Kampusch, hin átján ára gamla austurríska stúlka sem fyrir tveimur vikum flúði frá mannræningja sínum. Hún kom í gær í fyrsta sinn fram opinberlega og tjáði sig um dvölina hjá Wolfgang Priklopil, sem hélt henni í átta ár nauðugri í litlum sérútbúnum klefa undir bílskúrnum heima hjá sér. Eftir að hún slapp út hefur hún dvalist á sjúkrahúsi í Vínarborg þar sem hún segir að sér líði vel, umkringd læknum og sálfræðingum. Það eina sem hrjái hana sé kvef, sem hún var ekki lengi að smitast af eftir að hún slapp úr einangruninni. Hún kom fram í sjónvarpsviðtali, sem austurríska sjónvarpsstöðin ORF sýndi í gærkvöld, og einnig birtust í gær við hana viðtöl í tveimur austurrískum blöðum, vikuritinu News og dagblaðinu Kronen-Zeitung. Hún sagðist ekki vilja tala mikið um ræningja sinn, en viðurkenndi þó að hafa stundum hugsað illa til hans. „Stundum dreymdi mig um að höggva af honum hausinn, ef ég hefði átt öxi.“ Hún segist ekki hafa skipulagt flótta sinn fyrirfram, en frá tólf ára aldri hafi hún stöðugt hugsað um það, hvenær hún yrði tilbúin til þess að flýja. Þegar stundin kom tók hún ákvörðun mjög skyndilega. „Ég vissi á þeirri stund, að ef ég gerði það ekki nú, þá kæmi tækifærið kannski aldrei aftur.“ Daginn sem henni var rænt, 2. mars árið 1998, fór hún ein í skólann og sá á leiðinni grunsamlegan mann sitja í bifreið. Hún segir að það hafi hvarflað að sér að fara yfir götuna,vegna þess að henni leist ekki á manninn, en sagt við sjálfa sig: „Hann bítur þig ekki. Og ég gekk bara áfram. Og hann réðst á mig. Ég reyndi að öskra, en það kom ekkert hljóð.“ Fyrst þegar hún kom í klefann þurfti hún að dúsa þar góða stund í niðamyrkri. „Það var hræðilegt. Ég var að fá innilokunarkennd og sló með vatnsflöskum í veggina eða með hnefunum.“ Fyrsta hálfa árið fékk hún aldrei að fara út úr klefanum, en eftir það mátti hún fara upp á baðherbergi til að þvo sér. „Hann var mjög tortrygginn.“ Hún segist hafa neytt hann til þess að halda upp á jól og páska með sér, og hún fékk að halda upp á afmælið sitt. Seinni árin fékk hún oft að fara út úr húsi í fylgd Priklopils, en hann hafi hótað því að drepa alla sem hún myndi reyna að hafa samband við. „Og ég gat ekki tekið áhættuna á því.“ Í búðum kom stundum afgreiðslufólk til hennar og spurði: Get ég aðstoðað yður? „Og þá stóð ég bara dauðhrædd og lokuð og með hjartslátt og blóðrásartruflanir. Og gat mig varla hreyft.“ Hún var meðal annars spurð að því, hvernig hún hafi lært að lifa með einsemdinni. „Ég var ekkert einmana. Í hjarta mínu var fjölskyldan mín. Og góðar minningar lifðu alltaf með mér.“
Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira