Vöruverð lækkar ef verndartollar hverfa 7. september 2006 07:45 Hátt matarverð getur lækkað Afnám innflutningstolla og stuðnings við landbúnaðinn myndi stuðla að lægra matarverði hér á landi. Þetta er mat Ágústs Einarssonar prófessors og Thomas Svaton, framkvæmdastjóra í Svíþjóð. MYND/Heiða Matarverð lækkar á Íslandi ef Íslendingar gera eins og Svíar, afnema tolla og vörugjöld og lækka virðisaukaskatt. Þetta er mat Thomas Svaton, framkvæmdastjóra samtaka um verslun og þjónustu í Svíþjóð, sem segir frá þróun matarverðs í Svíþjóð frá árinu 1990 á fundi hjá Samtökum verslunar og þjónustu nú í morgunsárið. Innganga í Evrópusambandið myndi líka stuðla að lægra matvöruverði, að mati Svaton, sem bendir á að íslenskir bændur fengju stuðning frá ESB með sama hætti og sænskir bændur hafa fengið. Hann telur líklegt að innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar, á borð við Lidl, hefði örvandi áhrif á samkeppnina. Matvöruverð hefur lækkað verulega í Svíþjóð frá árinu 1990 þegar sænska ríkið ákvað að hætta stuðningi og niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum. Árið 1995 gengu Svíar inngöngu í ESB og lækkuðu um leið virðisaukaskatt á mat úr tuttugu og fimm prósentum í tólf prósent. Sænskur matvælaiðnaður hafði þá gengið í gegnum mikla hagræðingu og tekist að lækka kostnað sinn. Matarverð lækkaði verulega. Matarverð hélst stöðugt á árunum 1995-2003 og fór heldur hækkandi ef eitthvað var. Árið 2003 sótti þýska lágvöruverðskeðjan Lidl um sína fyrstu lóð í Svíþjóð. Matarverð fór lækkandi áður en Lidl opnaði fyrstu verslunina. Lidl hefur í dag tveggja til þriggja prósenta markaðshlutdeild í Svíþjóð og matvöruverðið fer stöðugt niður á við. „Tilhugsunin ein um að Lidl komi til Íslands hefur áhrif á matvælaverðið,“ segir Svaton. „Ef Lidl sækir um lóð í Reykjavík kemur það verðlækkun af stað. Það sáum við í Svíþjóð,“ segir hann og telur Lidl til alls trúandi. Keðjan opni sex hundruð verslanir á ári í Evrópu og ekkert ólíklegt sé að þeir sjái tækifæri á Íslandi. Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, telur hátt matvælaverð „heimatilbúinn“ vanda, lausnirnar séu til, aðeins vanti viljann til að framkvæma. Ágúst telur matarverð lækka með lægri tollum, vörugjöldum og virðisaukaskatti á matvælum. Einnig geti umbætur í landbúnaði skilað lægra verði. „Mikilvægasta þróunaraðstoðin sem við getum veitt er að létta tollum í alþjóðaviðskiptum,“ segir hann. Innlent Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Matarverð lækkar á Íslandi ef Íslendingar gera eins og Svíar, afnema tolla og vörugjöld og lækka virðisaukaskatt. Þetta er mat Thomas Svaton, framkvæmdastjóra samtaka um verslun og þjónustu í Svíþjóð, sem segir frá þróun matarverðs í Svíþjóð frá árinu 1990 á fundi hjá Samtökum verslunar og þjónustu nú í morgunsárið. Innganga í Evrópusambandið myndi líka stuðla að lægra matvöruverði, að mati Svaton, sem bendir á að íslenskir bændur fengju stuðning frá ESB með sama hætti og sænskir bændur hafa fengið. Hann telur líklegt að innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar, á borð við Lidl, hefði örvandi áhrif á samkeppnina. Matvöruverð hefur lækkað verulega í Svíþjóð frá árinu 1990 þegar sænska ríkið ákvað að hætta stuðningi og niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum. Árið 1995 gengu Svíar inngöngu í ESB og lækkuðu um leið virðisaukaskatt á mat úr tuttugu og fimm prósentum í tólf prósent. Sænskur matvælaiðnaður hafði þá gengið í gegnum mikla hagræðingu og tekist að lækka kostnað sinn. Matarverð lækkaði verulega. Matarverð hélst stöðugt á árunum 1995-2003 og fór heldur hækkandi ef eitthvað var. Árið 2003 sótti þýska lágvöruverðskeðjan Lidl um sína fyrstu lóð í Svíþjóð. Matarverð fór lækkandi áður en Lidl opnaði fyrstu verslunina. Lidl hefur í dag tveggja til þriggja prósenta markaðshlutdeild í Svíþjóð og matvöruverðið fer stöðugt niður á við. „Tilhugsunin ein um að Lidl komi til Íslands hefur áhrif á matvælaverðið,“ segir Svaton. „Ef Lidl sækir um lóð í Reykjavík kemur það verðlækkun af stað. Það sáum við í Svíþjóð,“ segir hann og telur Lidl til alls trúandi. Keðjan opni sex hundruð verslanir á ári í Evrópu og ekkert ólíklegt sé að þeir sjái tækifæri á Íslandi. Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, telur hátt matvælaverð „heimatilbúinn“ vanda, lausnirnar séu til, aðeins vanti viljann til að framkvæma. Ágúst telur matarverð lækka með lægri tollum, vörugjöldum og virðisaukaskatti á matvælum. Einnig geti umbætur í landbúnaði skilað lægra verði. „Mikilvægasta þróunaraðstoðin sem við getum veitt er að létta tollum í alþjóðaviðskiptum,“ segir hann.
Innlent Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum