Vöruverð lækkar ef verndartollar hverfa 7. september 2006 07:45 Hátt matarverð getur lækkað Afnám innflutningstolla og stuðnings við landbúnaðinn myndi stuðla að lægra matarverði hér á landi. Þetta er mat Ágústs Einarssonar prófessors og Thomas Svaton, framkvæmdastjóra í Svíþjóð. MYND/Heiða Matarverð lækkar á Íslandi ef Íslendingar gera eins og Svíar, afnema tolla og vörugjöld og lækka virðisaukaskatt. Þetta er mat Thomas Svaton, framkvæmdastjóra samtaka um verslun og þjónustu í Svíþjóð, sem segir frá þróun matarverðs í Svíþjóð frá árinu 1990 á fundi hjá Samtökum verslunar og þjónustu nú í morgunsárið. Innganga í Evrópusambandið myndi líka stuðla að lægra matvöruverði, að mati Svaton, sem bendir á að íslenskir bændur fengju stuðning frá ESB með sama hætti og sænskir bændur hafa fengið. Hann telur líklegt að innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar, á borð við Lidl, hefði örvandi áhrif á samkeppnina. Matvöruverð hefur lækkað verulega í Svíþjóð frá árinu 1990 þegar sænska ríkið ákvað að hætta stuðningi og niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum. Árið 1995 gengu Svíar inngöngu í ESB og lækkuðu um leið virðisaukaskatt á mat úr tuttugu og fimm prósentum í tólf prósent. Sænskur matvælaiðnaður hafði þá gengið í gegnum mikla hagræðingu og tekist að lækka kostnað sinn. Matarverð lækkaði verulega. Matarverð hélst stöðugt á árunum 1995-2003 og fór heldur hækkandi ef eitthvað var. Árið 2003 sótti þýska lágvöruverðskeðjan Lidl um sína fyrstu lóð í Svíþjóð. Matarverð fór lækkandi áður en Lidl opnaði fyrstu verslunina. Lidl hefur í dag tveggja til þriggja prósenta markaðshlutdeild í Svíþjóð og matvöruverðið fer stöðugt niður á við. „Tilhugsunin ein um að Lidl komi til Íslands hefur áhrif á matvælaverðið,“ segir Svaton. „Ef Lidl sækir um lóð í Reykjavík kemur það verðlækkun af stað. Það sáum við í Svíþjóð,“ segir hann og telur Lidl til alls trúandi. Keðjan opni sex hundruð verslanir á ári í Evrópu og ekkert ólíklegt sé að þeir sjái tækifæri á Íslandi. Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, telur hátt matvælaverð „heimatilbúinn“ vanda, lausnirnar séu til, aðeins vanti viljann til að framkvæma. Ágúst telur matarverð lækka með lægri tollum, vörugjöldum og virðisaukaskatti á matvælum. Einnig geti umbætur í landbúnaði skilað lægra verði. „Mikilvægasta þróunaraðstoðin sem við getum veitt er að létta tollum í alþjóðaviðskiptum,“ segir hann. Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Matarverð lækkar á Íslandi ef Íslendingar gera eins og Svíar, afnema tolla og vörugjöld og lækka virðisaukaskatt. Þetta er mat Thomas Svaton, framkvæmdastjóra samtaka um verslun og þjónustu í Svíþjóð, sem segir frá þróun matarverðs í Svíþjóð frá árinu 1990 á fundi hjá Samtökum verslunar og þjónustu nú í morgunsárið. Innganga í Evrópusambandið myndi líka stuðla að lægra matvöruverði, að mati Svaton, sem bendir á að íslenskir bændur fengju stuðning frá ESB með sama hætti og sænskir bændur hafa fengið. Hann telur líklegt að innkoma erlendrar lágvöruverðsverslunar, á borð við Lidl, hefði örvandi áhrif á samkeppnina. Matvöruverð hefur lækkað verulega í Svíþjóð frá árinu 1990 þegar sænska ríkið ákvað að hætta stuðningi og niðurgreiðslu á landbúnaðarvörum. Árið 1995 gengu Svíar inngöngu í ESB og lækkuðu um leið virðisaukaskatt á mat úr tuttugu og fimm prósentum í tólf prósent. Sænskur matvælaiðnaður hafði þá gengið í gegnum mikla hagræðingu og tekist að lækka kostnað sinn. Matarverð lækkaði verulega. Matarverð hélst stöðugt á árunum 1995-2003 og fór heldur hækkandi ef eitthvað var. Árið 2003 sótti þýska lágvöruverðskeðjan Lidl um sína fyrstu lóð í Svíþjóð. Matarverð fór lækkandi áður en Lidl opnaði fyrstu verslunina. Lidl hefur í dag tveggja til þriggja prósenta markaðshlutdeild í Svíþjóð og matvöruverðið fer stöðugt niður á við. „Tilhugsunin ein um að Lidl komi til Íslands hefur áhrif á matvælaverðið,“ segir Svaton. „Ef Lidl sækir um lóð í Reykjavík kemur það verðlækkun af stað. Það sáum við í Svíþjóð,“ segir hann og telur Lidl til alls trúandi. Keðjan opni sex hundruð verslanir á ári í Evrópu og ekkert ólíklegt sé að þeir sjái tækifæri á Íslandi. Ágúst Einarsson, prófessor við Háskóla Íslands, telur hátt matvælaverð „heimatilbúinn“ vanda, lausnirnar séu til, aðeins vanti viljann til að framkvæma. Ágúst telur matarverð lækka með lægri tollum, vörugjöldum og virðisaukaskatti á matvælum. Einnig geti umbætur í landbúnaði skilað lægra verði. „Mikilvægasta þróunaraðstoðin sem við getum veitt er að létta tollum í alþjóðaviðskiptum,“ segir hann.
Innlent Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira