Innlent

Draumalandið í sérútgáfu

ANDRI SNÆR MAGNASON
ANDRI SNÆR MAGNASON
Stefnt er að sérútgáfu Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason fyrir jólin. Draumalandið hefur verið prentað í fjórtán þúsund eintökum og stefnir flest í að hún verði ekki bara metsölubók ársins heldur sú bók sem mest hefur selst á einu ári á Íslandi frá upphafi. Meðal ítarefnis í sérútgáfunni verða ýmis skrif um bókina og áhrif hennar. Fjölmargir hafa fengið boð um að skrifa um bókina og áhrif hennar, meðal annars Björk, Björn Bjarnason, Bubbi Morthens, Friðrik Sophusson og Jónsi í Sigur Rós.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×