Innlent

Fleiri þjóðir vilja Barnahús

Barnahús Verðlaunað fyrir framfarir í vinnslu kynferðisafbrotamála.
Barnahús Verðlaunað fyrir framfarir í vinnslu kynferðisafbrotamála.

Barnahúsið hefur hlotið verðlaun alþjóðlegu barnaverndarsamtakanna ISPCAN.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tók við verðlaununum, sem veitt eru fyrir framfarir í vinnslu á kynferðisafbrotamálum á Íslandi. Það má einnig segja að Barnahús sé framlag okkar til annarra landa þar sem þjóðir eins og Noregur og Svíþjóð eru að taka þetta fyrirkomulag upp eftir okkur.

Viðurkenning Barnahúss er líkleg til að skapa enn frekari áhuga á módelinu víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×