Norðlæg vídd í brennidepli 6. september 2006 07:00 Gennadíj Khripel Rússneski þingmaðurinn (t.v.) segir Þingmannaráðstefnu Eystrasaltsráðsins hafa gegnt mikilvægu hlutverki við að byggja upp traust milli fyrrum fénda. MYND/Anton Árlegri Þingmannaráðstefnu aðildarríkja Eystrasaltsráðsins lauk í Reykjavík í gær, en á hana mættu þingmenn ellefu þjóðlanda auk fulltrúa af Evrópuþinginu og þingum sjálfstjórnarsvæða og strandhéraða aðildarríkjanna. Meðal þess helsta sem rætt var á ráðstefnunni var framkvæmd hinnar svokölluðu Norðlægu víddar Evrópusambandsins, en í nafni þeirrar stefnu er unnið að ýmsu því milliríkjasamstarfi um mengunarvarnir og annað, sem varðar sameiginlega hagsmuni ríkjanna. Félagsleg mismunun og hindranir á vinnumarkaði voru einnig ofarlega á baugi umræðunnar. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður tók þátt í umræðunum. Hann tjáði Fréttablaðinu að auk mengunar- og siglingaöryggismála væru þessi félagslegu mál að komast sterkar á dagskrá. Þau snertu meðal annars vandkvæði í tengslum við frjálst flæði vinnuafls frá fátækari löndunum austan megin við Eystrasaltið, en þau vörðuðu öll aðildarríkin, líka Ísland. Tengd þessu væru líka mál á borð við mansal á ungum konum frá löndunum í austri í vændi til ríkari landanna í vestri. Þessi mál verða meginþema ráðstefnunnar á næsta ári, en þá verður hún haldin í Berlín. Steingrímur sagði gildi þessa vettvangs fyrir skoðanaskipti þingmanna frá umræddum löndum ekki síst felast í því að á honum sætu einnig fulltrúar Rússlands. Í gegnum Norðurlandasamstarfið, EES-samstarfið og fleiri stofnanir ættu íslenskir fulltrúar náin samskipti við sömu lönd og starfa saman innan Eystrasaltsráðsins, en það væri ein fárra evrópskra samstarfsstofnana þar sem Rússar tækju þátt á jafnréttisgrundvelli. Gennadíj Khripel, þingmaður á rússneska sambandsþinginu sem á sæti í fastanefnd Þingmannaráðstefnunnar, tjáði Fréttablaðinu að þessi vettvangur hefði í fimmtán ára sögu sinni gegnt mikilvægu hlutverki við að brjóta ís tortryggninnar og byggja upp traust á milli þjóðanna í kringum Eystrasaltið, sem Járntjaldið skildi að á dögum kalda stríðsins. Diana Wallis, þingmaður á Evrópuþinginu, vakti athygli á því samkomulagi sem í gildi er milli Grænlands og Evrópusambandsins um þann þátt Norðlægu víddarinnar sem snertir málefni norðurheimskautsins. Þannig bæri ekki einungis að líta á Norðlæga vídd ESB í tengslum við Eystrasaltið. Vandamál eins og loftslagsbreytingar og annar umhverfisvandi, sem væru áberandi á norðurslóðum, skiptu einnig máli fyrir Eystrasaltssvæðið. Hún bauð til þingmannaráðstefnu á vegum Evrópuþingsins um Norðlægu víddina í nóvember næstkomandi. Erlent Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Árlegri Þingmannaráðstefnu aðildarríkja Eystrasaltsráðsins lauk í Reykjavík í gær, en á hana mættu þingmenn ellefu þjóðlanda auk fulltrúa af Evrópuþinginu og þingum sjálfstjórnarsvæða og strandhéraða aðildarríkjanna. Meðal þess helsta sem rætt var á ráðstefnunni var framkvæmd hinnar svokölluðu Norðlægu víddar Evrópusambandsins, en í nafni þeirrar stefnu er unnið að ýmsu því milliríkjasamstarfi um mengunarvarnir og annað, sem varðar sameiginlega hagsmuni ríkjanna. Félagsleg mismunun og hindranir á vinnumarkaði voru einnig ofarlega á baugi umræðunnar. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður tók þátt í umræðunum. Hann tjáði Fréttablaðinu að auk mengunar- og siglingaöryggismála væru þessi félagslegu mál að komast sterkar á dagskrá. Þau snertu meðal annars vandkvæði í tengslum við frjálst flæði vinnuafls frá fátækari löndunum austan megin við Eystrasaltið, en þau vörðuðu öll aðildarríkin, líka Ísland. Tengd þessu væru líka mál á borð við mansal á ungum konum frá löndunum í austri í vændi til ríkari landanna í vestri. Þessi mál verða meginþema ráðstefnunnar á næsta ári, en þá verður hún haldin í Berlín. Steingrímur sagði gildi þessa vettvangs fyrir skoðanaskipti þingmanna frá umræddum löndum ekki síst felast í því að á honum sætu einnig fulltrúar Rússlands. Í gegnum Norðurlandasamstarfið, EES-samstarfið og fleiri stofnanir ættu íslenskir fulltrúar náin samskipti við sömu lönd og starfa saman innan Eystrasaltsráðsins, en það væri ein fárra evrópskra samstarfsstofnana þar sem Rússar tækju þátt á jafnréttisgrundvelli. Gennadíj Khripel, þingmaður á rússneska sambandsþinginu sem á sæti í fastanefnd Þingmannaráðstefnunnar, tjáði Fréttablaðinu að þessi vettvangur hefði í fimmtán ára sögu sinni gegnt mikilvægu hlutverki við að brjóta ís tortryggninnar og byggja upp traust á milli þjóðanna í kringum Eystrasaltið, sem Járntjaldið skildi að á dögum kalda stríðsins. Diana Wallis, þingmaður á Evrópuþinginu, vakti athygli á því samkomulagi sem í gildi er milli Grænlands og Evrópusambandsins um þann þátt Norðlægu víddarinnar sem snertir málefni norðurheimskautsins. Þannig bæri ekki einungis að líta á Norðlæga vídd ESB í tengslum við Eystrasaltið. Vandamál eins og loftslagsbreytingar og annar umhverfisvandi, sem væru áberandi á norðurslóðum, skiptu einnig máli fyrir Eystrasaltssvæðið. Hún bauð til þingmannaráðstefnu á vegum Evrópuþingsins um Norðlægu víddina í nóvember næstkomandi.
Erlent Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira