Norðlæg vídd í brennidepli 6. september 2006 07:00 Gennadíj Khripel Rússneski þingmaðurinn (t.v.) segir Þingmannaráðstefnu Eystrasaltsráðsins hafa gegnt mikilvægu hlutverki við að byggja upp traust milli fyrrum fénda. MYND/Anton Árlegri Þingmannaráðstefnu aðildarríkja Eystrasaltsráðsins lauk í Reykjavík í gær, en á hana mættu þingmenn ellefu þjóðlanda auk fulltrúa af Evrópuþinginu og þingum sjálfstjórnarsvæða og strandhéraða aðildarríkjanna. Meðal þess helsta sem rætt var á ráðstefnunni var framkvæmd hinnar svokölluðu Norðlægu víddar Evrópusambandsins, en í nafni þeirrar stefnu er unnið að ýmsu því milliríkjasamstarfi um mengunarvarnir og annað, sem varðar sameiginlega hagsmuni ríkjanna. Félagsleg mismunun og hindranir á vinnumarkaði voru einnig ofarlega á baugi umræðunnar. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður tók þátt í umræðunum. Hann tjáði Fréttablaðinu að auk mengunar- og siglingaöryggismála væru þessi félagslegu mál að komast sterkar á dagskrá. Þau snertu meðal annars vandkvæði í tengslum við frjálst flæði vinnuafls frá fátækari löndunum austan megin við Eystrasaltið, en þau vörðuðu öll aðildarríkin, líka Ísland. Tengd þessu væru líka mál á borð við mansal á ungum konum frá löndunum í austri í vændi til ríkari landanna í vestri. Þessi mál verða meginþema ráðstefnunnar á næsta ári, en þá verður hún haldin í Berlín. Steingrímur sagði gildi þessa vettvangs fyrir skoðanaskipti þingmanna frá umræddum löndum ekki síst felast í því að á honum sætu einnig fulltrúar Rússlands. Í gegnum Norðurlandasamstarfið, EES-samstarfið og fleiri stofnanir ættu íslenskir fulltrúar náin samskipti við sömu lönd og starfa saman innan Eystrasaltsráðsins, en það væri ein fárra evrópskra samstarfsstofnana þar sem Rússar tækju þátt á jafnréttisgrundvelli. Gennadíj Khripel, þingmaður á rússneska sambandsþinginu sem á sæti í fastanefnd Þingmannaráðstefnunnar, tjáði Fréttablaðinu að þessi vettvangur hefði í fimmtán ára sögu sinni gegnt mikilvægu hlutverki við að brjóta ís tortryggninnar og byggja upp traust á milli þjóðanna í kringum Eystrasaltið, sem Járntjaldið skildi að á dögum kalda stríðsins. Diana Wallis, þingmaður á Evrópuþinginu, vakti athygli á því samkomulagi sem í gildi er milli Grænlands og Evrópusambandsins um þann þátt Norðlægu víddarinnar sem snertir málefni norðurheimskautsins. Þannig bæri ekki einungis að líta á Norðlæga vídd ESB í tengslum við Eystrasaltið. Vandamál eins og loftslagsbreytingar og annar umhverfisvandi, sem væru áberandi á norðurslóðum, skiptu einnig máli fyrir Eystrasaltssvæðið. Hún bauð til þingmannaráðstefnu á vegum Evrópuþingsins um Norðlægu víddina í nóvember næstkomandi. Erlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Árlegri Þingmannaráðstefnu aðildarríkja Eystrasaltsráðsins lauk í Reykjavík í gær, en á hana mættu þingmenn ellefu þjóðlanda auk fulltrúa af Evrópuþinginu og þingum sjálfstjórnarsvæða og strandhéraða aðildarríkjanna. Meðal þess helsta sem rætt var á ráðstefnunni var framkvæmd hinnar svokölluðu Norðlægu víddar Evrópusambandsins, en í nafni þeirrar stefnu er unnið að ýmsu því milliríkjasamstarfi um mengunarvarnir og annað, sem varðar sameiginlega hagsmuni ríkjanna. Félagsleg mismunun og hindranir á vinnumarkaði voru einnig ofarlega á baugi umræðunnar. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður tók þátt í umræðunum. Hann tjáði Fréttablaðinu að auk mengunar- og siglingaöryggismála væru þessi félagslegu mál að komast sterkar á dagskrá. Þau snertu meðal annars vandkvæði í tengslum við frjálst flæði vinnuafls frá fátækari löndunum austan megin við Eystrasaltið, en þau vörðuðu öll aðildarríkin, líka Ísland. Tengd þessu væru líka mál á borð við mansal á ungum konum frá löndunum í austri í vændi til ríkari landanna í vestri. Þessi mál verða meginþema ráðstefnunnar á næsta ári, en þá verður hún haldin í Berlín. Steingrímur sagði gildi þessa vettvangs fyrir skoðanaskipti þingmanna frá umræddum löndum ekki síst felast í því að á honum sætu einnig fulltrúar Rússlands. Í gegnum Norðurlandasamstarfið, EES-samstarfið og fleiri stofnanir ættu íslenskir fulltrúar náin samskipti við sömu lönd og starfa saman innan Eystrasaltsráðsins, en það væri ein fárra evrópskra samstarfsstofnana þar sem Rússar tækju þátt á jafnréttisgrundvelli. Gennadíj Khripel, þingmaður á rússneska sambandsþinginu sem á sæti í fastanefnd Þingmannaráðstefnunnar, tjáði Fréttablaðinu að þessi vettvangur hefði í fimmtán ára sögu sinni gegnt mikilvægu hlutverki við að brjóta ís tortryggninnar og byggja upp traust á milli þjóðanna í kringum Eystrasaltið, sem Járntjaldið skildi að á dögum kalda stríðsins. Diana Wallis, þingmaður á Evrópuþinginu, vakti athygli á því samkomulagi sem í gildi er milli Grænlands og Evrópusambandsins um þann þátt Norðlægu víddarinnar sem snertir málefni norðurheimskautsins. Þannig bæri ekki einungis að líta á Norðlæga vídd ESB í tengslum við Eystrasaltið. Vandamál eins og loftslagsbreytingar og annar umhverfisvandi, sem væru áberandi á norðurslóðum, skiptu einnig máli fyrir Eystrasaltssvæðið. Hún bauð til þingmannaráðstefnu á vegum Evrópuþingsins um Norðlægu víddina í nóvember næstkomandi.
Erlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira