Tókst að koma í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku 6. september 2006 07:30 á Aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn Farþegar námu staðar í gær til þess að fylgjast með fréttum af handtökunum. MYND/AP Níu manns voru handteknir í Óðinsvéum í Danmörku í gær, grunaðir um að hafa haft í bígerð að fremja hryðjuverk. Tveir þeirra voru látnir lausir síðar um daginn. Stjórnvöld í Danmörku fullyrtu að lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir alvarlega árás á danskri grund. "Þetta er alvarlegasta málið sem komið hefur til minna kasta þann tíma sem ég hef verið dómsmálaráðherra," sagði Lene Espersen dómsmálaráðherra í viðtali við AP fréttastofuna. "Lögreglan fór inn og stöðvaði hópinn meðan hann var að búa sig undir árás." Lögreglan segist ekki vita hve langt á veg undirbúningur mannanna hafi verið kominn, en ákveðið var að ráðast til atlögu gegn þeim áður en það yrði of seint. Fylgst hafði verið með þeim um hríð. "Vísbendingar sem lögreglan fann benda til þess að þeir hafi mjög líklega verið að undirbúa árás einhvers staðar í Danmörku," sagði Espersen. Mennirnir níu eru allir danskir ríkisborgarar, á aldrinum átján ára til 33. Lars Findsen, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, sagði átta þeirra vera af erlendum uppruna en sagði ekkert um frá hvaða löndum þeir væru. Hann sagði þó að lögregluaðgerðirnar í gær hefðu ekki tengst rannsókn í Þýskalandi, þar sem fjórir líbanskir menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Í þýskum fjölmiðlum var fullyrt að einn þessara fjögurra manna, Youssef Mohamad el Hajdib, hefði verið á leiðinni til Danmerkur. Einnig höfðu danskir og þýskir fjölmiðlar sagt frá því að í fórum hans hefði fundist símanúmer hjá Abu Bashar, íslömskum trúarleiðtoga sem búsettur er í Óðinsvéum. Abu Bashar neitar því að þekkja Hadjib, en segir það einungis tímaspursmál hvenær hryðjuverk verði framið í Danmörku. "Osama bin Laden sagði fyrir þremur árum að hann myndi refsa þeim löndum sem hafa her í Írak," sagði Bashar í viðtali við AP fréttastofuna. "Danmörk er á listanum." Um það bil 500 danskir hermenn eru í Írak undir breskri stjórn og 360 danskir hermenn eru í Afganistan á vegum Nató. Bashar sagðist þekkja mennina níu sem handteknir voru í gær. Þeir tilheyrðu samfélagi múslima í Óðinsvéum. Hann sagðist hins vegar sannfærður um að þeir væru saklausir. "Ég trúi því að þeir verði látnir lausir mjög fljótt," sagði hann. Hryðjuverk hefur ekki verið framið í Danmörku síðan 1985, þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofur flugfélags í Kaupmannahöfn. Einn maður lést og sextán særðust. Þrír Palestínumenn, búsettir í Svíþjóð, voru dæmdir fyrir það og hlutu ævilangt fangelsi. Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Níu manns voru handteknir í Óðinsvéum í Danmörku í gær, grunaðir um að hafa haft í bígerð að fremja hryðjuverk. Tveir þeirra voru látnir lausir síðar um daginn. Stjórnvöld í Danmörku fullyrtu að lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir alvarlega árás á danskri grund. "Þetta er alvarlegasta málið sem komið hefur til minna kasta þann tíma sem ég hef verið dómsmálaráðherra," sagði Lene Espersen dómsmálaráðherra í viðtali við AP fréttastofuna. "Lögreglan fór inn og stöðvaði hópinn meðan hann var að búa sig undir árás." Lögreglan segist ekki vita hve langt á veg undirbúningur mannanna hafi verið kominn, en ákveðið var að ráðast til atlögu gegn þeim áður en það yrði of seint. Fylgst hafði verið með þeim um hríð. "Vísbendingar sem lögreglan fann benda til þess að þeir hafi mjög líklega verið að undirbúa árás einhvers staðar í Danmörku," sagði Espersen. Mennirnir níu eru allir danskir ríkisborgarar, á aldrinum átján ára til 33. Lars Findsen, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, sagði átta þeirra vera af erlendum uppruna en sagði ekkert um frá hvaða löndum þeir væru. Hann sagði þó að lögregluaðgerðirnar í gær hefðu ekki tengst rannsókn í Þýskalandi, þar sem fjórir líbanskir menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Í þýskum fjölmiðlum var fullyrt að einn þessara fjögurra manna, Youssef Mohamad el Hajdib, hefði verið á leiðinni til Danmerkur. Einnig höfðu danskir og þýskir fjölmiðlar sagt frá því að í fórum hans hefði fundist símanúmer hjá Abu Bashar, íslömskum trúarleiðtoga sem búsettur er í Óðinsvéum. Abu Bashar neitar því að þekkja Hadjib, en segir það einungis tímaspursmál hvenær hryðjuverk verði framið í Danmörku. "Osama bin Laden sagði fyrir þremur árum að hann myndi refsa þeim löndum sem hafa her í Írak," sagði Bashar í viðtali við AP fréttastofuna. "Danmörk er á listanum." Um það bil 500 danskir hermenn eru í Írak undir breskri stjórn og 360 danskir hermenn eru í Afganistan á vegum Nató. Bashar sagðist þekkja mennina níu sem handteknir voru í gær. Þeir tilheyrðu samfélagi múslima í Óðinsvéum. Hann sagðist hins vegar sannfærður um að þeir væru saklausir. "Ég trúi því að þeir verði látnir lausir mjög fljótt," sagði hann. Hryðjuverk hefur ekki verið framið í Danmörku síðan 1985, þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofur flugfélags í Kaupmannahöfn. Einn maður lést og sextán særðust. Þrír Palestínumenn, búsettir í Svíþjóð, voru dæmdir fyrir það og hlutu ævilangt fangelsi.
Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira