Gildi lýðræðis og mannréttinda fest í sessi 6. september 2006 06:00 Kaarlo Touri Óttaðist að það skorti á casio constitutionis er ákveðið var að endurskoða finnsku stjórnarskrána. Kaarlo Tuori, lagaprófessor við háskólann í Helsinki, er einn virtasti stjórnlagafræðingur Finna. Í samtali við Auðun Arnórsson segir hann að með nýju stjórnarskránni sem gekk í gildi árið 2000 hafi grundvallargildi lýðræðis og mannréttinda verið fest í sessi í finnskri stjórnmála- og lagamenningu. Tuori var meðal sérfræðinga sem voru til ráðgjafar þingnefndinni sem samdi nýju stjórnarskrána og hann er oft til kallaður sem álitsgjafi er stjórnarskrárnefnd þingsins fjallar um stjórnarskrársamræmi nýrra lagafrumvarpa. Leitað var til Tuoris í tilefni af því að verið er að vinna að endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar og því áhugavert að kynnast því hvernig Finnar stóðu að endurskoðun sinnar lýðveldisstjórnarskrár. Hann var fyrst spurður álits á því hvernig honum þætti hafa til tekist.Mannréttindakafli vó þyngra"Að mínu áliti var endurskoðun mannréttindakaflans veigameiri að innihaldi en heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sjálfrar," segir hann. Með heildarendurskoðuninni hafi stjórnarskráin verið sameinuð í eitt, samræmt skjal, en hún skiptist áður í fjóra aðskilda þætti. Við þessa sameiningu og uppfærslu stjórnarskrártextans hafi innihaldslegu breytingarnar verið takmarkaðar. "Þær snertu aðallega frekari breytingar á valdmörkum þingsins, ríkisstjórnarinnar og forsetans," útskýrir Tuori.Hlutverk forsetans við ríkisstjórnarmyndun hafi verið minnkað enn frekar en þegar var búið að gera síðan aldarfjórðungslangri forsetatíð Urho Kekkonens lauk snemma á níunda áratugnum. "Það var líka dregið úr valdi forsetans í mótun utanríkisstefnu, og vald hans til að gefa út tilskipanir afnumið nær algerlega," bætir Tuori við. Hann segir þessar breytingar allar hafa sína þýðingu, en ekki mjög veigamikla.Efasemdir um tilefniðÞegar lagt var upp í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í kjölfar gildistöku nýja mannréttindakaflans árið 1995 kveðst Tuori reyndar hafa haft sínar efasemdir um það starf."Frumkvæðið að þessari endurskoðun kom frá embættismönnum í dómsmálaráðuneytinu, ekki stjórnmálamönnunum," bendir Tuori á. Markmið verksins var fyrst og fremst að færa texta stjórnarskrárinnar til nútímalegra horfs, tæknileg uppfærsla. "Því var líka teflt fram sem rökum fyrir endurskoðuninni að það væri flott að setja landinu nýja stjórnarskrá á árþúsundamótunum," segir Tuori til útskýringar efasemda sinna. Sem stjórnlagafræðingi hafi honum þótt skorta á "casio constitutionis" eins og hann kallar það uppá latínu, það er pólitískt og stjórnskipunarlegt tilefni stjórnarskrárgerðarinnar. "Með öðrum orðum var efasemdir mínar að rekja til þess að ég taldi að til að tryggja lögmæti stjórnarskrárinnar ætti hún að svara pólitískri og lögfræðilegri þörf," segir hann. "Ég efaðist um að slíkt knýjandi tilefni stjórnarskrárgerðar væri fyrir hendi eins og þarna stóð á og óttaðist þar af leiðandi að hin endurskoðaða stjórnarskrá myndi eiga erfitt með að hljóta það táknræna vægi sem að mínu áliti er æskilegt að hún geri."Sáttur þegar upp var staðiðEn þegar upp var staðið segist Tuori vera sáttur. "Sú breiða samstaða sem náðist um endurskoðuðu stjórnarskrána var mikils virði," segir hann, en er atvæði voru greidd um endurskoðaða stjórnarskrána árið 1999 voru aðeins tveir af 200 þingmönnum sem höfnuðu henni."Þessa nær einróma samstöðu er hægt að túlka þannig að grundvallargildi hins lýðræðislega réttarríkis hafi verið staðfest með eftirminnilegum hætti sem grundvöllur finnskrar stjórnmála- og lagamenningar." Þetta sé mikilvægt ekki síst í sögulegu ljósi, einkum og sér í lagi með tilliti til þess að það var langt frá því að slík þverpólitísk samstaða næðist um stjórnarskrána frá árinu 1919."Það tók langan tíma fyrir hana að vinna sér lögmæti í augum bæði þeirra sem lengst voru til vinstri og þeirra lengst til hægri," útskýrir Tuori. "Í augum "rauðra" Finna var hún "hvítliðaplagg", stjórnaskrá sigurvegaranna úr borgarastríðinu. Hægrijaðarmenn millistríðsáranna álitu hana of lýðræðislega, að hún legði of mikla áherslu á þingræði. Hún var miðjumanna-stjórnarskrá," segir Tuori. Fyrst eftir þetta hafi grundvallargildi lýðræðislegs réttarríkis orðið óumdeildur grundvöllur finnskrar stjórnskipunar. Og nú megi líta svo á að með samþykkt endurskoðuðu stjórnarskrárinnar árið 1999 hafi þetta verið staðfest formlega af öllu litrófi finnskra stjórnmála. Aðspurður kveðst hann fallast á að líta megi svo á að í þessu felist það "casio constitutionis" sem hann óttaðist í upphafi að skorti. "Eftirá er ég mjög ánægður með það sem gerðist," segir hann. Það sé mjög erfitt að ná svo víðtækri samstöðu um mál sem þetta og því sé samstaðan mikilsverð út af fyrir sig.Mannréttindavitund skýtur rótumEn Tuori bætir við: "Það tók enn lengri tíma að skapa hér mannréttindavitund. Við gengum ekki í Evrópuráðið fyrr en árið 1990 og staðfestum þar með fyrst þá Mannréttindasáttmála Evrópu. Innreið slíkra alþjóðlegra mannréttindaskuldbindinga, sem skuldbinda stjórnvöld beint, og alla handhafa stjórnvalds, voru mikil breyting," segir Tuori. Slíkar hugmyndir eru að hans sögn tiltölulega nýjar af nálinni í lagamenningu Finnlands, bæði lýðræðisgildin og mannréttindi. Þess vegna líti hann svo á að nýi mannréttindakaflinn, sem gekk í gildi árið 1995, hafi verið veigameiri framför en heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Erlent Tengdar fréttir Stjórnarskrá Finna endurskoðuð 1919: Fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda Finnlands tekur gildi. Í henni er kveðið á um tiltölulega valdamikinn forseta en jafnframt að þingið sé grundvallarstofnun stjórnskipunarinnar. Á fjórða áratugnum var þingið veikt vegna innbyrðis átaka og forsetinn stjórnaði í auknum mæli með tilskipunum. 6. september 2006 05:45 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Kaarlo Tuori, lagaprófessor við háskólann í Helsinki, er einn virtasti stjórnlagafræðingur Finna. Í samtali við Auðun Arnórsson segir hann að með nýju stjórnarskránni sem gekk í gildi árið 2000 hafi grundvallargildi lýðræðis og mannréttinda verið fest í sessi í finnskri stjórnmála- og lagamenningu. Tuori var meðal sérfræðinga sem voru til ráðgjafar þingnefndinni sem samdi nýju stjórnarskrána og hann er oft til kallaður sem álitsgjafi er stjórnarskrárnefnd þingsins fjallar um stjórnarskrársamræmi nýrra lagafrumvarpa. Leitað var til Tuoris í tilefni af því að verið er að vinna að endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar og því áhugavert að kynnast því hvernig Finnar stóðu að endurskoðun sinnar lýðveldisstjórnarskrár. Hann var fyrst spurður álits á því hvernig honum þætti hafa til tekist.Mannréttindakafli vó þyngra"Að mínu áliti var endurskoðun mannréttindakaflans veigameiri að innihaldi en heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar sjálfrar," segir hann. Með heildarendurskoðuninni hafi stjórnarskráin verið sameinuð í eitt, samræmt skjal, en hún skiptist áður í fjóra aðskilda þætti. Við þessa sameiningu og uppfærslu stjórnarskrártextans hafi innihaldslegu breytingarnar verið takmarkaðar. "Þær snertu aðallega frekari breytingar á valdmörkum þingsins, ríkisstjórnarinnar og forsetans," útskýrir Tuori.Hlutverk forsetans við ríkisstjórnarmyndun hafi verið minnkað enn frekar en þegar var búið að gera síðan aldarfjórðungslangri forsetatíð Urho Kekkonens lauk snemma á níunda áratugnum. "Það var líka dregið úr valdi forsetans í mótun utanríkisstefnu, og vald hans til að gefa út tilskipanir afnumið nær algerlega," bætir Tuori við. Hann segir þessar breytingar allar hafa sína þýðingu, en ekki mjög veigamikla.Efasemdir um tilefniðÞegar lagt var upp í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar í kjölfar gildistöku nýja mannréttindakaflans árið 1995 kveðst Tuori reyndar hafa haft sínar efasemdir um það starf."Frumkvæðið að þessari endurskoðun kom frá embættismönnum í dómsmálaráðuneytinu, ekki stjórnmálamönnunum," bendir Tuori á. Markmið verksins var fyrst og fremst að færa texta stjórnarskrárinnar til nútímalegra horfs, tæknileg uppfærsla. "Því var líka teflt fram sem rökum fyrir endurskoðuninni að það væri flott að setja landinu nýja stjórnarskrá á árþúsundamótunum," segir Tuori til útskýringar efasemda sinna. Sem stjórnlagafræðingi hafi honum þótt skorta á "casio constitutionis" eins og hann kallar það uppá latínu, það er pólitískt og stjórnskipunarlegt tilefni stjórnarskrárgerðarinnar. "Með öðrum orðum var efasemdir mínar að rekja til þess að ég taldi að til að tryggja lögmæti stjórnarskrárinnar ætti hún að svara pólitískri og lögfræðilegri þörf," segir hann. "Ég efaðist um að slíkt knýjandi tilefni stjórnarskrárgerðar væri fyrir hendi eins og þarna stóð á og óttaðist þar af leiðandi að hin endurskoðaða stjórnarskrá myndi eiga erfitt með að hljóta það táknræna vægi sem að mínu áliti er æskilegt að hún geri."Sáttur þegar upp var staðiðEn þegar upp var staðið segist Tuori vera sáttur. "Sú breiða samstaða sem náðist um endurskoðuðu stjórnarskrána var mikils virði," segir hann, en er atvæði voru greidd um endurskoðaða stjórnarskrána árið 1999 voru aðeins tveir af 200 þingmönnum sem höfnuðu henni."Þessa nær einróma samstöðu er hægt að túlka þannig að grundvallargildi hins lýðræðislega réttarríkis hafi verið staðfest með eftirminnilegum hætti sem grundvöllur finnskrar stjórnmála- og lagamenningar." Þetta sé mikilvægt ekki síst í sögulegu ljósi, einkum og sér í lagi með tilliti til þess að það var langt frá því að slík þverpólitísk samstaða næðist um stjórnarskrána frá árinu 1919."Það tók langan tíma fyrir hana að vinna sér lögmæti í augum bæði þeirra sem lengst voru til vinstri og þeirra lengst til hægri," útskýrir Tuori. "Í augum "rauðra" Finna var hún "hvítliðaplagg", stjórnaskrá sigurvegaranna úr borgarastríðinu. Hægrijaðarmenn millistríðsáranna álitu hana of lýðræðislega, að hún legði of mikla áherslu á þingræði. Hún var miðjumanna-stjórnarskrá," segir Tuori. Fyrst eftir þetta hafi grundvallargildi lýðræðislegs réttarríkis orðið óumdeildur grundvöllur finnskrar stjórnskipunar. Og nú megi líta svo á að með samþykkt endurskoðuðu stjórnarskrárinnar árið 1999 hafi þetta verið staðfest formlega af öllu litrófi finnskra stjórnmála. Aðspurður kveðst hann fallast á að líta megi svo á að í þessu felist það "casio constitutionis" sem hann óttaðist í upphafi að skorti. "Eftirá er ég mjög ánægður með það sem gerðist," segir hann. Það sé mjög erfitt að ná svo víðtækri samstöðu um mál sem þetta og því sé samstaðan mikilsverð út af fyrir sig.Mannréttindavitund skýtur rótumEn Tuori bætir við: "Það tók enn lengri tíma að skapa hér mannréttindavitund. Við gengum ekki í Evrópuráðið fyrr en árið 1990 og staðfestum þar með fyrst þá Mannréttindasáttmála Evrópu. Innreið slíkra alþjóðlegra mannréttindaskuldbindinga, sem skuldbinda stjórnvöld beint, og alla handhafa stjórnvalds, voru mikil breyting," segir Tuori. Slíkar hugmyndir eru að hans sögn tiltölulega nýjar af nálinni í lagamenningu Finnlands, bæði lýðræðisgildin og mannréttindi. Þess vegna líti hann svo á að nýi mannréttindakaflinn, sem gekk í gildi árið 1995, hafi verið veigameiri framför en heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.
Erlent Tengdar fréttir Stjórnarskrá Finna endurskoðuð 1919: Fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda Finnlands tekur gildi. Í henni er kveðið á um tiltölulega valdamikinn forseta en jafnframt að þingið sé grundvallarstofnun stjórnskipunarinnar. Á fjórða áratugnum var þingið veikt vegna innbyrðis átaka og forsetinn stjórnaði í auknum mæli með tilskipunum. 6. september 2006 05:45 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sjá meira
Stjórnarskrá Finna endurskoðuð 1919: Fyrsta stjórnarskrá hins fullvalda Finnlands tekur gildi. Í henni er kveðið á um tiltölulega valdamikinn forseta en jafnframt að þingið sé grundvallarstofnun stjórnskipunarinnar. Á fjórða áratugnum var þingið veikt vegna innbyrðis átaka og forsetinn stjórnaði í auknum mæli með tilskipunum. 6. september 2006 05:45