Innlent

Vissu ekki af breytingunni

Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur Lögmaður Orkuveitunnar segir að enginn hafi verið rukkaður um álagið.
Höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur Lögmaður Orkuveitunnar segir að enginn hafi verið rukkaður um álagið.

"Við vissum ekki að þessi breyting hefði verið gerð fyrr en síðasta föstudag," segir Hjörleifur Kvaran, lögmaður Orkuveitu Reykjavíkur, en fyrirtækið hefur á þessu ári sent póst til allra nýrra raforkunotenda þar sem tekið er fram að Orkuveitunni beri að innheimta fimmtíu prósenta álag á raforku þar til samningur við raforkusala hafi verið gerður.

Ný reglugerð sem tók gildi í byrjun þessa árs kveður á um að nýir raforkukaupendur geti samið um að kaupa raforku frá því fyrirtæki sem þeir kjósa, hvar sem er á landinu. Í reglugerðinni stóð enn fremur að fyrirtækinu sem aflaði orkunnar bæri skylda til að innheimta álag sem næmi helmingi raforkugjaldsins, gerði nýr notandi ekki samning við raforkusala. Í apríl á þessu ári var þó tekin ákvörðun um að fresta þessari innheimtu til næstu áramóta. Hjörleifur segir leitt að Orkuveita Reykjavíkur hafi haldið áfram að minna á gjaldið. Fremur erfitt sé að átta sig á þessum breytingum og enginn hafi tilkynnt um mistökin. Hann tekur svo skýrt fram að enn hafi enginn verið rukkaður um álagið.

Sem dæmi um hagkvæmni sem felst í nýju raforkulögunum má nefna að ef raforkunotandi, búsettur á Seltjarnarnesi í um 250 fm einbýlishúsi, semur við Norðurorku er auglýst heildargjald á ári 281.857 krónur á ári. Semji hann aftur á móti við Orkubú Vestfjarða nemur kostnaðurinn 210.957 krónum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×