Innlent

Smyglaði inn munntóbaki

munntóbak
Fyrrverandi lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli var kærður fyrir að misnota aðstöðu sína við smygl á þrjátíu munntóbaksdósum til landsins.
munntóbak Fyrrverandi lögreglumaður á Keflavíkurflugvelli var kærður fyrir að misnota aðstöðu sína við smygl á þrjátíu munntóbaksdósum til landsins. MYND/E.ÓL

 Fyrrverandi lögreglumaður hjá embætti Lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli var í gær dæmdur í héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn tóbaksvarnarlögum.

Maðurinn, sem er tuttugu og fimm ára, var dæmdur fyrir að hafa tekið við þrjátíu dósum af munntóbaki úr hendi annars manns, sem keypti tóbakið í Svíþjóð. Lögreglumaðurinn fyrrverandi ætlaði tóbakið til eigin neyslu og sölu.

Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi og var hann dæmdur til að greiða 7.500 krónur í ríkissjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×