Innlent

Ferðamannaiðnaður getur verið fátæktargildra

Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands Hann segir nánari greiningu á áhrifum ferðaþjónustu skorta.
Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands Hann segir nánari greiningu á áhrifum ferðaþjónustu skorta.

Ég set spurningarmerki við það þegar fólk fagnar fjölgun ferðamanna án þess að velta því fyrir sér hvernig tegund ferðaþjónustu fylgir þeim, segir Edward H. Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands, sem er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri og er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum. Hann segir nánari greiningu skorta á hagrænum áhrifum þeirra ferðamanna sem koma hingað til lands.

Í tölum frá Hagstofunni kemur fram að gistinóttum á hótelum í júlí á þessu ári fjölgaði um 11 prósent borið saman við júlí í fyrra. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fjölgaði gistinóttum um 10 prósent frá fyrra ári, en gistinóttum fjölgaði um rúm 600 milli þessara ára.

Athygli vekur að ferðamönnum frá Kína hefur fjölgað mjög enda segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri að töluverð vinna hafi verið lögð í að markaðssetja Ísland þar í landi.

Edward bendir þó á að ekki sé nóg að rýna eingöngu í fjölda þegar áhrif ferðaþjónustu séu athuguð. Það er vitað að ferðamannaiðnaður getur verið fátæktargildra ef margfeldisáhrif eru ekki nægilega sterk eða hreinlega ekki fyrir hendi, segir Edward.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×