Innlent

Stakk af á 13 veitingastöðum

Hótel nordica Hér át maðurinn og drakk fyrir tæpar þrjú þúsund krónur og stakk af.
Hótel nordica Hér át maðurinn og drakk fyrir tæpar þrjú þúsund krónur og stakk af. MYND/Stefán

Tæplega fertugur karlmaður var ákærður í héraðsdómi Reykjavíkur í gær fyrir að panta og neyta veitinga á veitingahúsum í Reykjavík án þess að greiða fyrir þær. Um var að ræða þrettán skipti á tveggja mánaða tímabili þar sem maðurinn stakk af frá reikningnum.

Maðurinn gerði misvel við sig í mat og drykk, en matsölustaðirnir sem sátu eftir með sárt ennið eftir viðskipti við manninn voru allt frá veitingastöðum á borð við Hótel Nordica og Ruby Tuesday.

Maðurinn át og drakk fyrir tæpar sextíu þúsund krónur og er þess krafist af hálfu veitingastaðanna að hann geri upp reikninginn. Ákæruvaldið fór fram á að maðurinn yrði dæmdur til refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×