Innlent

Kanínur sjást í laugargarðinum

Kanínur í Suðurbæjarlaug Kanínur heilsa óboðnar upp á sundlaugargesti í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.
Kanínur í Suðurbæjarlaug Kanínur heilsa óboðnar upp á sundlaugargesti í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.

Kanínur hafa sést öðru hverju í sundlaugargarðinum við Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði síðustu vikur. Daníel Pétursson sundlaugarstjóri segir að kanínurnar eigi ekki heima í lauginni heldur komi frá húsi í nágrenninu.

"Þar eru kanínur í búri en þær sleppa út og hlaupa inn í garðinn hjá okkur. Við erum í miklum vandræðum við að koma þeim í burt aftur," segir Daníel.

Kanínurnar hafa vakið mikla kátínu, sérstaklega meðal sundlaugargesta í yngri kantinum, og hafa sumir þeirra reynt að veiða þær.

"Kanínurnar gleðja augað. Krökkunum finnst gaman að horfa á þetta en við erum ekki hrifin. Þetta truflar sundkennsluna en auðvitað eru kanínur falleg, skemmtileg og lifandi dýr."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×