Innlent

Bannað að reykja á börum

Ný lög um reykingar á stærri börum og veitingahúsum tóku gildi á Spáni um síðustu mánaðamót. Lögin kveða á um að veitingastaðir sem eru yfir 100 fermetrar að flatarmáli verða að bjóða upp á reyklaus svæði ellegar vera algjörlega reyklausir. Að öðrum kosti geta eigendur staðanna búist við sektargreiðslum.

Veitingahúsaeigendur hafa gagnrýnt lögin og í sumum borgum Spánar, svo sem í Valencia og Madrid, hafa borgaryfirvöld heimilað verulegar tilslakanir frá lögunum.

Samkvæmt nýlegri rannsókn deyja árlega um 79.500 manns í Evrópusambandslöndum af völdum óbeinna reykinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×