Enginn friður í Darfúr 5. september 2006 07:30 Flóttadrengur í búðunum í Tsjad Tsjadsmegin við landamærin dveljast nú minnst 200.000 súdanskir flóttamenn úr Darfúr-héraði. MYND/AP Stjórnvöld í Súdan segja að Afríkubandalagið hafi ekki umboð til að framselja núverandi friðargæslu bandalagsins til Sameinuðu þjóðanna. SUNA-fréttastöðin í Súdan hefur eftir forseta landsins, Omar al-Bashir, að súdanska stjórnin hafni alþjóðlegri friðargæslu í landinu og búi sig undir átök við hana, komi hún óboðin. Hann hvatti einnig Afríkubandalagið til að hafa sig á brott úr landinu fyrir lok mánaðarins, en þá rennur umboð þess til friðargæslu opinberlega út. Ríkisstjórn Súdans er talin hafa sent liðsauka til Darfúr-héraðs nýverið og hefur gefið út yfirlýsingar um að 10.000 manna súdanskan her nægi til að tryggja frið í Darfúr. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur er ekki sérlega bjartsýn á friðarhorfurnar. Til þess að friður haldist verða allar stríðandi fylkingar að vera á bandi friðarins. Sú staðreynd að tveir af þrem uppreisnarhópum í Darfúr-héraði skrifuðu ekki undir friðarsamningana í maí 2006 gefur ekki ástæðu til mikillar bjartsýni, sagði hún í viðtali við Fréttablaðið. Magnea bendir einnig á að ein ástæða mikillar andstöðu ríkisstjórnar Súdans sé hlutskipti bandamanna ríkisstjórnarinnar í Darfúr. Í Darfúr eru um fimmtíu menn sem settir hafa verið á lista Alþjóðasakamáladómstólsins yfir stríðslæpamenn. Þeir eru hliðhollir ríkisstjórninni og því vill hún leiða málið til lykta á sínum eigin forsendum, frekar en að hleypa að alþjóðlegum her Sameinuðu þjóðanna, sem síðan gæti fært þá fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn. Núverandi friðargæsluliði Afríkusambandsins í Darfúr hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skyldi síðan nokkrir af deiluaðilum skrifuðu undir friðarsamkomulagið í maí 2006. Eftir að þrír hópar afrískra Darfúr-manna gerðu uppreisn gegn arabískum yfirvöldum í Kartúm árið 2003 hafa um 200.000 manns látið lífið og liðlega 2,5 milljónir lagt á flótta. Erlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Stjórnvöld í Súdan segja að Afríkubandalagið hafi ekki umboð til að framselja núverandi friðargæslu bandalagsins til Sameinuðu þjóðanna. SUNA-fréttastöðin í Súdan hefur eftir forseta landsins, Omar al-Bashir, að súdanska stjórnin hafni alþjóðlegri friðargæslu í landinu og búi sig undir átök við hana, komi hún óboðin. Hann hvatti einnig Afríkubandalagið til að hafa sig á brott úr landinu fyrir lok mánaðarins, en þá rennur umboð þess til friðargæslu opinberlega út. Ríkisstjórn Súdans er talin hafa sent liðsauka til Darfúr-héraðs nýverið og hefur gefið út yfirlýsingar um að 10.000 manna súdanskan her nægi til að tryggja frið í Darfúr. Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur er ekki sérlega bjartsýn á friðarhorfurnar. Til þess að friður haldist verða allar stríðandi fylkingar að vera á bandi friðarins. Sú staðreynd að tveir af þrem uppreisnarhópum í Darfúr-héraði skrifuðu ekki undir friðarsamningana í maí 2006 gefur ekki ástæðu til mikillar bjartsýni, sagði hún í viðtali við Fréttablaðið. Magnea bendir einnig á að ein ástæða mikillar andstöðu ríkisstjórnar Súdans sé hlutskipti bandamanna ríkisstjórnarinnar í Darfúr. Í Darfúr eru um fimmtíu menn sem settir hafa verið á lista Alþjóðasakamáladómstólsins yfir stríðslæpamenn. Þeir eru hliðhollir ríkisstjórninni og því vill hún leiða málið til lykta á sínum eigin forsendum, frekar en að hleypa að alþjóðlegum her Sameinuðu þjóðanna, sem síðan gæti fært þá fyrir Alþjóðasakamáladómstólinn. Núverandi friðargæsluliði Afríkusambandsins í Darfúr hefur ekki tekist að sinna hlutverki sínu sem skyldi síðan nokkrir af deiluaðilum skrifuðu undir friðarsamkomulagið í maí 2006. Eftir að þrír hópar afrískra Darfúr-manna gerðu uppreisn gegn arabískum yfirvöldum í Kartúm árið 2003 hafa um 200.000 manns látið lífið og liðlega 2,5 milljónir lagt á flótta.
Erlent Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira