Byggja á herteknu svæðunum 5. september 2006 06:45 Ehud Olmert forsætisráðherra íSRAELS Ísraelska ríkisstjórnin er orðin afhuga „vegvísi“ Bandaríkjamanna og stefnir nú á að fjölga íbúðum á herteknu svæðunum um ríflega sjö hundruð. MYND/AP Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, boðaði í gær stefnubreytingu í málefnum Palestínumanna og herteknu svæðanna. Forsætisráðherrann skýrði frá nýrri áætlun um landnemabyggð á herteknum svæðum Palestínumanna, en þar eru Ísraelar í trássi við alþjóðalög. Stendur nú til að reisa þar ríflega 700 nýjar íbúðir. Frambjóðendur Kadima-flokks Olmerts hétu því áður en þeir komust til valda að rífa landnemabyggðir á herteknu svæðunum, en Olmert sagði að forsendur þess loforðs hefðu breyst eftir Líbanonsstríðið. Einnig var haft eftir Olmert að hann væri reiðubúinn til viðræðna við forseta palestínsku heimastjórnarinnar, Mahmoud Abbas. Ekkert vandamál er brýnna en Palestínumenn, mun Olmert hafa sagt utanríkis- og varnarmálanefnd ísraelska þingsins í gær. Talsmaður Abbas sagði að forseti Palestínumanna væri tilbúinn til viðræðna svo lengi sem Olmert setti engin skilyrði fyrir fundinum. Olmert aftók þó í gær að til stæði að hafa fangaskipti við Palestínumenn. Það yrði ekki gert fyrr en ísraelska hermanninum Gilad Shalit yrði sleppt úr haldi, þar sem honum hefði verið rænt. Undir þrýstingi mannráns verður ekki samið, sagði Olmert. Erlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, boðaði í gær stefnubreytingu í málefnum Palestínumanna og herteknu svæðanna. Forsætisráðherrann skýrði frá nýrri áætlun um landnemabyggð á herteknum svæðum Palestínumanna, en þar eru Ísraelar í trássi við alþjóðalög. Stendur nú til að reisa þar ríflega 700 nýjar íbúðir. Frambjóðendur Kadima-flokks Olmerts hétu því áður en þeir komust til valda að rífa landnemabyggðir á herteknu svæðunum, en Olmert sagði að forsendur þess loforðs hefðu breyst eftir Líbanonsstríðið. Einnig var haft eftir Olmert að hann væri reiðubúinn til viðræðna við forseta palestínsku heimastjórnarinnar, Mahmoud Abbas. Ekkert vandamál er brýnna en Palestínumenn, mun Olmert hafa sagt utanríkis- og varnarmálanefnd ísraelska þingsins í gær. Talsmaður Abbas sagði að forseti Palestínumanna væri tilbúinn til viðræðna svo lengi sem Olmert setti engin skilyrði fyrir fundinum. Olmert aftók þó í gær að til stæði að hafa fangaskipti við Palestínumenn. Það yrði ekki gert fyrr en ísraelska hermanninum Gilad Shalit yrði sleppt úr haldi, þar sem honum hefði verið rænt. Undir þrýstingi mannráns verður ekki samið, sagði Olmert.
Erlent Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira