Innlent

Unnið að framgangi málsins

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Vonast eftir skjótir niðurstöðu.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Vonast eftir skjótir niðurstöðu. MYND/GVA

Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær sala Reykjavíkurborgar á hlut borgarinnar í Landsvirkjun, til íslenska ríkisins, gengur í gegn. Reykjavíkurborg á 45 prósent í Landsvirkjun, íslenska ríkið 50 prósent og Akureyrarbær fimm prósent. Ráðandi meirihluti í borgarstjórn hefur lýst því yfir að hann ætli sér að selja hlutinn, að því gefnu að sanngjarnt verð fáist fyrir hlutinn.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir vinnu vegna sölunnar standa yfir. „Það liggur fyrir endurskoðað verðmat sem fulltrúar borgarinnar og ríkisins þurfa að fara yfir. Það er unnið hörðum höndum að framgangi málsins og við vonumst eftir niðurstöðu sem fyrst. Það gengur ekki upp að Reykjavíkurborg sé 45 prósenta eigandi að Landsvirkjun og 95 prósenta eigandi að Orkuveitu Reykjavíkur. Það sjá allir,“ sagði Vilhjálmur.

Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir það óæskilega stöðu að Reykjavíkurborg eigi stóran hlut í bæði Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur, miðað þá stöðu sem nú er á markaði. „Þetta er óþolandi staða fyrir alla. Það er fráleitt að Reykjavíkurborg eigi ráðandi hlut í báðum þessum félögum, sérstaklega þegar samkeppnin er orðin lífleg á raforkumarkaði,“ sagði Guðlaugur Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×