Forverinn segir Magna helmingi betri 1. september 2006 00:01 Björgvin Jóhann Hreiðarsson "Það er dálítið hallærislegt að fara úr hljómsveit til að vera með fjölskyldunni og velja sér svo starf sem kokkur því þá er ég að vinna þegar aðrir eru í fríi. Þegar ég er búinn að læra hef ég vonandi meiri tíma til að sinna því sem mér er kærast," segir Björgvin sem er kokkanemi á Hótel Geysi. MYND/Anna Rún Kristjánsdóttir Björgvin Jóhann Hreiðarsson var upphaflegi söngvarinn í hljómsveitinni Á móti sól. Þegar Björgvin hætti tók Guðmundur Magni Ásgeirsson við en hann hefur slegið í gegn með hljómsveitinni sem og í sjónvarpsþættinum Rockstar:Supernova. „Ég var með í Á móti sól frá byrjun. Mig minnir að sveitin hafi verið stofnuð í kringum 1996-7 en ég hætti í september árið 1999. Ég átti orðið tvö börn og taldi tíma mínum betur helgað í að sinna fjölskyldunni,“ segir Björgvin Jóhann. „Magni var fljótur að læra þegar hann kom inn enda er hann snilldar listamaður.“ Söngvararnir þekkjast lítið en Björgvin er afar gagnrýnin á Magna. „Þar sem hann er arftaki minn er ég mjög krítískur á hann og segi mínar skoðanir hispurslaust, Vinir mínir hafa sagt að ég sé langt um betri söngvari en Magni. Ég held hins vegar að fólk sé að reyna að hlífa mér því hann er helmingi betri en ég var. Ég kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana.“Söngvarinn fyrrverandi fylgist grannt með gömlu félögunum. „Ég er mjög ánægður með það sem þeir hafa verið að gera og mér finnst sveitin stefna í góða átt. Mér finnst að vísu að Heimir hljómborðsleikari mætti koma sínum lögum betur að því hann er brilljant lagasmiður og textahöfundur þó að hann eigi það til að vera út úr kú,“ segir Björgvin og bætir við. „Ég hef aldrei verið hrifinn af því þegar íslenskar sveitir eru að covera gömul íslensk lög. Í þeirra tilviki gerðu þeir það hins vegar mjög vel og það er kannski ekki síst söngnum hans Magna að þakka.“ Björgvin hefur fylgst með arftaka sínum í Á móti sól í sjónvarpsþættinum Rockstar: Supernova. „Ég er að vísu í þannig vinnu að það er erfitt að vera yfir sjónvarpinu. En ég hef fylgst með allri umræðunni um hann og mér hefur þótt hann standa sig vel,“ segir Björgvin. „Ég skil ekki alveg hvað er að gerast þegar hann hefur lent í þremur neðstu sætunum. Þetta er eitthvað kanasyndrom í gangi sem gerir það að verkum. Magni er náttúrlega Evrópubúi og þættirnir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir Kanann.“ Rock Star Supernova Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Björgvin Jóhann Hreiðarsson var upphaflegi söngvarinn í hljómsveitinni Á móti sól. Þegar Björgvin hætti tók Guðmundur Magni Ásgeirsson við en hann hefur slegið í gegn með hljómsveitinni sem og í sjónvarpsþættinum Rockstar:Supernova. „Ég var með í Á móti sól frá byrjun. Mig minnir að sveitin hafi verið stofnuð í kringum 1996-7 en ég hætti í september árið 1999. Ég átti orðið tvö börn og taldi tíma mínum betur helgað í að sinna fjölskyldunni,“ segir Björgvin Jóhann. „Magni var fljótur að læra þegar hann kom inn enda er hann snilldar listamaður.“ Söngvararnir þekkjast lítið en Björgvin er afar gagnrýnin á Magna. „Þar sem hann er arftaki minn er ég mjög krítískur á hann og segi mínar skoðanir hispurslaust, Vinir mínir hafa sagt að ég sé langt um betri söngvari en Magni. Ég held hins vegar að fólk sé að reyna að hlífa mér því hann er helmingi betri en ég var. Ég kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur hælana.“Söngvarinn fyrrverandi fylgist grannt með gömlu félögunum. „Ég er mjög ánægður með það sem þeir hafa verið að gera og mér finnst sveitin stefna í góða átt. Mér finnst að vísu að Heimir hljómborðsleikari mætti koma sínum lögum betur að því hann er brilljant lagasmiður og textahöfundur þó að hann eigi það til að vera út úr kú,“ segir Björgvin og bætir við. „Ég hef aldrei verið hrifinn af því þegar íslenskar sveitir eru að covera gömul íslensk lög. Í þeirra tilviki gerðu þeir það hins vegar mjög vel og það er kannski ekki síst söngnum hans Magna að þakka.“ Björgvin hefur fylgst með arftaka sínum í Á móti sól í sjónvarpsþættinum Rockstar: Supernova. „Ég er að vísu í þannig vinnu að það er erfitt að vera yfir sjónvarpinu. En ég hef fylgst með allri umræðunni um hann og mér hefur þótt hann standa sig vel,“ segir Björgvin. „Ég skil ekki alveg hvað er að gerast þegar hann hefur lent í þremur neðstu sætunum. Þetta er eitthvað kanasyndrom í gangi sem gerir það að verkum. Magni er náttúrlega Evrópubúi og þættirnir eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir Kanann.“
Rock Star Supernova Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira