Klasasprengjur í íbúðahverfum 27. ágúst 2006 06:45 Líbanir róta í rústunum Sprenglingar innan úr klasasprengjum eru á stærð við gosdósir og geta því víða leynst. MYND/AP Fjöldi lítilla virkra sprengja hefur fundist víðs vegar um Suður-Líbanon, inni í görðum, úti á svölum, leikvöllum og á götum úti. Sprengjurnar eru litlu stærri en gosdósir og vitað er um tvö börn sem hafa látið lífið eftir að hafa leikið sér með þær. Einnig hafa sprengjurnar banað átta fullorðnum og sært tæplega fjörutíu manns, eftir að vopnahléi var komið á og Líbanar sneru aftur heim til sín. Sprengjurnar eru kallaðar „sprenglingar“ og eru úr klasasprengjum, stórum hylkjum sem opnast í loftinu og hleypa út fjölda lítilla sprenglinga sem dreifast víða. Samkvæmt Genfar-samningnum er bannað að varpa klasasprengjum á íbúðahverfi. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að 285 svæði hafi fundist þar sem klasasprengjum hafði verið varpað og um þrjátíu til viðbótar finnist daglega. Sprengjurnar keypti Ísraelsher af bandarískum yfirvöldum, en þau hafa fyrirskipað að rannsakað verði hvort Ísraelar hafi brotið leynisamninga við ráðamenn í Washington. Samkvæmt þeim samningum átti ekki að nota klasasprengjurnar nema á hernaðarleg skotmörk. New York Times segir ólíklegt að Ísraelum verði beinlínis refsað fyrir að brjóta samninginn; rannsóknin sé gerð til að liðka fyrir í samskiptum George W. Bush við arabaheiminn. Þó hafa Bandaríkjamenn seinkað um óákveðinn tíma að senda aðra gerð klasasprengna til Ísraels. Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira
Fjöldi lítilla virkra sprengja hefur fundist víðs vegar um Suður-Líbanon, inni í görðum, úti á svölum, leikvöllum og á götum úti. Sprengjurnar eru litlu stærri en gosdósir og vitað er um tvö börn sem hafa látið lífið eftir að hafa leikið sér með þær. Einnig hafa sprengjurnar banað átta fullorðnum og sært tæplega fjörutíu manns, eftir að vopnahléi var komið á og Líbanar sneru aftur heim til sín. Sprengjurnar eru kallaðar „sprenglingar“ og eru úr klasasprengjum, stórum hylkjum sem opnast í loftinu og hleypa út fjölda lítilla sprenglinga sem dreifast víða. Samkvæmt Genfar-samningnum er bannað að varpa klasasprengjum á íbúðahverfi. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segir að 285 svæði hafi fundist þar sem klasasprengjum hafði verið varpað og um þrjátíu til viðbótar finnist daglega. Sprengjurnar keypti Ísraelsher af bandarískum yfirvöldum, en þau hafa fyrirskipað að rannsakað verði hvort Ísraelar hafi brotið leynisamninga við ráðamenn í Washington. Samkvæmt þeim samningum átti ekki að nota klasasprengjurnar nema á hernaðarleg skotmörk. New York Times segir ólíklegt að Ísraelum verði beinlínis refsað fyrir að brjóta samninginn; rannsóknin sé gerð til að liðka fyrir í samskiptum George W. Bush við arabaheiminn. Þó hafa Bandaríkjamenn seinkað um óákveðinn tíma að senda aðra gerð klasasprengna til Ísraels.
Erlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Sjá meira