Krefjast frelsis fyrir fangelsaða múslima 24. ágúst 2006 07:15 Kvarta ekki undan aðbúnaði Gíslarnir Olaf Wiig og Steve Centanni virtust vel haldnir, íklæddir íþróttagöllum, á myndbandsupptökunni sem birt var í gær. MYND/AP Áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna sendi í gær frá sér myndband sem sýndi tvo fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku, en þeim var rænt á Gazasvæðinu þann 14. ágúst síðastliðinn. Mannræningjarnir krefjast þess að í skiptum fyrir gíslana verði allir mús-limar í bandarískum fangelsum látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Á myndbandsupptökunni, sem send var arabísku gervihnattasjónvarpsstöðinni Al-Jazeera, sjást Steve Centanni, sem er sextugur Bandaríkjamaður sem lengi hefur starfað sem fréttamaður fyrir Fox, og myndatökumaðurinn Olaf Wiig, sem er 36 ára og frá Nýja-Sjálandi. Þeir láta þess báðir getið að þeir fái góða meðhöndlun í prísundinni en kalla eftir hjálp við að fá sig lausa. Myndbandið var fyrsta lífsmarkið frá tvímenningunum frá því þeir hurfu af vettvangi í Gaza fyrir tíu dögum. Í yfirlýsingu sem fylgdi upptökunni er því lýst yfir, í nafni „Heilögu heilags-stríðs-hersveitanna“ að gíslarnir verði þá aðeins látnir lausir að allir múslimar í bandarískum fangelsum verði látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Einskis var getið um hvað myndi gerast ef ekki yrði gengið að þessum kröfum. Þótt herskáir Palestínumenn hafi oft tekið erlenda gísla til að þrýsta á um lausn palestínskra fanga í Ísrael er þetta í fyrsta sinn sem palestínskir gíslatökumenn gera kröfur til yfirvalda í öðru ríki en Ísrael. Talsmenn palestínsku heimastjórnarinnar, þar á meðal Ismail Haniyeh forsætisráðherra, hafa skorað á gíslatökumennina að láta Centanni og Wiig lausa. Í flestum fyrri tilfellum þar sem útlendingum hefur verið rænt á palestínsku sjálfsstjórnarsvæðunum hafa gíslarnir verið í góðu yfirlæti, oft boðið te heima í stofu hjá fjölskyldum mannræningjanna, kröfur gíslatökumannanna takmarkast við að tilteknir fangar Ísralea yrðu látnir lausir, og búið að semja um frelsi fyrir gíslana á sama sólarhring og þeim var rænt. Í þetta sinn er allt annað uppi á teningnum, enginn lýsti yfir ábyrgð á hvarfi mannanna í meira en viku og kröfurnar eru aðrar og meiri. Erlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna sendi í gær frá sér myndband sem sýndi tvo fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku, en þeim var rænt á Gazasvæðinu þann 14. ágúst síðastliðinn. Mannræningjarnir krefjast þess að í skiptum fyrir gíslana verði allir mús-limar í bandarískum fangelsum látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Á myndbandsupptökunni, sem send var arabísku gervihnattasjónvarpsstöðinni Al-Jazeera, sjást Steve Centanni, sem er sextugur Bandaríkjamaður sem lengi hefur starfað sem fréttamaður fyrir Fox, og myndatökumaðurinn Olaf Wiig, sem er 36 ára og frá Nýja-Sjálandi. Þeir láta þess báðir getið að þeir fái góða meðhöndlun í prísundinni en kalla eftir hjálp við að fá sig lausa. Myndbandið var fyrsta lífsmarkið frá tvímenningunum frá því þeir hurfu af vettvangi í Gaza fyrir tíu dögum. Í yfirlýsingu sem fylgdi upptökunni er því lýst yfir, í nafni „Heilögu heilags-stríðs-hersveitanna“ að gíslarnir verði þá aðeins látnir lausir að allir múslimar í bandarískum fangelsum verði látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Einskis var getið um hvað myndi gerast ef ekki yrði gengið að þessum kröfum. Þótt herskáir Palestínumenn hafi oft tekið erlenda gísla til að þrýsta á um lausn palestínskra fanga í Ísrael er þetta í fyrsta sinn sem palestínskir gíslatökumenn gera kröfur til yfirvalda í öðru ríki en Ísrael. Talsmenn palestínsku heimastjórnarinnar, þar á meðal Ismail Haniyeh forsætisráðherra, hafa skorað á gíslatökumennina að láta Centanni og Wiig lausa. Í flestum fyrri tilfellum þar sem útlendingum hefur verið rænt á palestínsku sjálfsstjórnarsvæðunum hafa gíslarnir verið í góðu yfirlæti, oft boðið te heima í stofu hjá fjölskyldum mannræningjanna, kröfur gíslatökumannanna takmarkast við að tilteknir fangar Ísralea yrðu látnir lausir, og búið að semja um frelsi fyrir gíslana á sama sólarhring og þeim var rænt. Í þetta sinn er allt annað uppi á teningnum, enginn lýsti yfir ábyrgð á hvarfi mannanna í meira en viku og kröfurnar eru aðrar og meiri.
Erlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira