Magni „okkar“ Ásgeirsson syngur lagið Smells Like a Teen Spirit eftir grunge-kónganna í Nirvana í Rock Star: Supernova þættinum sem sýndur verður í beinni útsendingu á Skjá einum í kvöld en Magni verður annar á sviðið.
Magni ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur því söngvari Nirvana, Kurt Cobain, er mikil goðsögn í rokkheiminum en þess má til gamans geta að annar íslenskur söngvari hefur reynt sig við lagið, sjálfur Raggi Bjarna.
Magni syngur Nirvana
