Sprengjur settar saman um borð 11. ágúst 2006 07:15 Eftirlit hert Flugfarþegar þurfa að una stórhertu öryggiseftirliti. MYND/AP Næstu hryðjuverkaárásir á farþegaflugvélar kunna að verða framdar af mönnum sem smygla íhlutunum í sprengju um borð í sakleysislegum umbúðum svo sem fyrir barnamat eða lyfjaflöskur. Sprengjuna myndu þeir setja saman úr íhlutunum bak við luktar salernisdyr um borð í flugvélinni. Við þessu vara öryggismálasérfræðingar sem AP-fréttastofan ræddi við í gær. Fréttin af því að breskum yfirvöldum hefði tekist að koma upp um samsæri um að sprengja í loft upp nokkrar farþegaflugvélar í einu, sem fljúga áttu frá Lundúnum til Bandaríkjanna, með sprengiefni smygluðu um borð í handfarangri, hefur vakið vangaveltur um að nú séu hafnir nýir tímar í baráttunni gegn hryðjuverkum í flugi. Tímar þegar flugfarþegar þurfa að una því að sæta klukkustunda löngu öryggiseftirliti þar sem þeir þurfa meðal annars að sýna svo ekki verði um villst að lyf sem þeir hafa meðferðis séu ósvikin. Einnig verði bannað að taka hluti eins og fartölvur eða vökva hvers konar með sér um borð. Sprengjusérfræðingar sem AP leitaði álits hjá telja að fartölvur, farsímar, armbandsúr og hvaðeina sem gangi fyrir rafhlöðum eigi að banna að tekið sé um borð í flugvélar, ef gæta eigi fyllsta öryggis. En þeir vara við því að allar slíkar ráðstafanir munu þó sennilega ekki duga til að hindra næsta sjálfsmorðssprengjutilræði í flugi, þar sem öryggisráðstafanir lagi sig jafnan að síðustu árásum sem gerðar voru, ekki að nýjum ógnum. Staðráðnir hryðjuverkamenn finni alltaf glufurnar í því öryggiskerfi sem komið sé upp á hverjum tíma. Erlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Næstu hryðjuverkaárásir á farþegaflugvélar kunna að verða framdar af mönnum sem smygla íhlutunum í sprengju um borð í sakleysislegum umbúðum svo sem fyrir barnamat eða lyfjaflöskur. Sprengjuna myndu þeir setja saman úr íhlutunum bak við luktar salernisdyr um borð í flugvélinni. Við þessu vara öryggismálasérfræðingar sem AP-fréttastofan ræddi við í gær. Fréttin af því að breskum yfirvöldum hefði tekist að koma upp um samsæri um að sprengja í loft upp nokkrar farþegaflugvélar í einu, sem fljúga áttu frá Lundúnum til Bandaríkjanna, með sprengiefni smygluðu um borð í handfarangri, hefur vakið vangaveltur um að nú séu hafnir nýir tímar í baráttunni gegn hryðjuverkum í flugi. Tímar þegar flugfarþegar þurfa að una því að sæta klukkustunda löngu öryggiseftirliti þar sem þeir þurfa meðal annars að sýna svo ekki verði um villst að lyf sem þeir hafa meðferðis séu ósvikin. Einnig verði bannað að taka hluti eins og fartölvur eða vökva hvers konar með sér um borð. Sprengjusérfræðingar sem AP leitaði álits hjá telja að fartölvur, farsímar, armbandsúr og hvaðeina sem gangi fyrir rafhlöðum eigi að banna að tekið sé um borð í flugvélar, ef gæta eigi fyllsta öryggis. En þeir vara við því að allar slíkar ráðstafanir munu þó sennilega ekki duga til að hindra næsta sjálfsmorðssprengjutilræði í flugi, þar sem öryggisráðstafanir lagi sig jafnan að síðustu árásum sem gerðar voru, ekki að nýjum ógnum. Staðráðnir hryðjuverkamenn finni alltaf glufurnar í því öryggiskerfi sem komið sé upp á hverjum tíma.
Erlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira