Samstaðan enn sterk 10. ágúst 2006 07:15 Styrkur kvenna Þessar eldri konur voru meðal þúsunda annarra sem gengu að stjórnarráðinu í Pretoríu, höfuðborg Suður-Afríku, í gær í tilefni þess að 50 ár eru síðan suður-afrískar konur gengu gegn aðskilnaðarstefnunni. Jafnframt mótmæltu þátttakendur í gær því að suðurafrískar konur verða einna verst úti þegar kemur að fátækt og HIV-veirunni, og verða fyrir mestu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af öllum konum í heimi. MYND/AP Kvennadagurinn var haldinn hátíðlegur um alla Suður-Afríku í gær og minntust konur þess að í stað aðskilnaðarstefnunnar áður fyrr, standa suður-afrískar konur nú frammi fyrir gríðarlegri fátækt og miklu kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Dagurinn var valinn því fyrir 50 árum, hinn 9. ágúst 1956, mótmæltu 20.000 konur lögum sem heimiluðu yfirvöldum að fangelsa svartar konur sem brutu gegn aðskilnaðarlögum, tvístra heimilum þeirra og senda börnin á vergang. „Níundi ágúst er dagurinn sem markar sigurinn yfir aðskilnaðarstefnunni,“ sagði Sophia Williams de Bruyn, ein þeirra sem skipulögðu gönguna, í ræðu sinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan Suður-Afríka varð lýðræðisríki árið 1994 hafa konur unnið mikinn sigur í baráttunni fyrir réttindum sínum. Phumzile Mlambo-Ncguka, varaforseti landsins, er kona og af 28 ráðherrum í ríkisstjórninni eru 12 konur. n betur má ef duga skal, því á sama tíma eru um 75 prósent allra svartra suðurafrískra kvenna undir þrítugu atvinnulaus og afar fáar konur – og enn færri svartar konur – komast í yfirmannastöður. „Sem þjóð verðum við að átta okkur á því að ekkert okkar er frjálst nema konurnar í landi okkar séu frjálsar. Frjálsar frá kynþátta- og kynbundinni mismunun, frjálsar frá fátækt, frjálsar frá ótta og ofbeldi,“ sagði forseti landsins, Thabo Mbeki, í ræðu sem hann hélt í tilefni dagsins og lofaði að ríkisstjórnin myndi láta meira til sín taka. Tilkynnt eru um meira heimilisofbeldi og nauðganir í Suður-Afríku en í nokkru öðru landi í heiminum og er ástandið svo slæmt að á sex tíma fresti er suður-afrísk kona myrt af nánum ástvini, samkvæmt rannsókn heilbrigðisyfirvalda. Jafnframt verða konur verr úti þegar kemur að HIV-veirunni. Á meðan 19 prósent allra fullorðinna Suður-Afríkubúa eru smituð af HIV er talan mun hærri þegar kemur að þunguðum konum, yfir 30 prósent, og hefur ríkisstjórnin ítrekað verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki hættunni sem steðjar að konum í þessu landi sem hefur hærri tíðni HIV-tilfella en nokkurt annað land í heiminum. Erlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Kvennadagurinn var haldinn hátíðlegur um alla Suður-Afríku í gær og minntust konur þess að í stað aðskilnaðarstefnunnar áður fyrr, standa suður-afrískar konur nú frammi fyrir gríðarlegri fátækt og miklu kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Dagurinn var valinn því fyrir 50 árum, hinn 9. ágúst 1956, mótmæltu 20.000 konur lögum sem heimiluðu yfirvöldum að fangelsa svartar konur sem brutu gegn aðskilnaðarlögum, tvístra heimilum þeirra og senda börnin á vergang. „Níundi ágúst er dagurinn sem markar sigurinn yfir aðskilnaðarstefnunni,“ sagði Sophia Williams de Bruyn, ein þeirra sem skipulögðu gönguna, í ræðu sinni við mikinn fögnuð viðstaddra. Síðan Suður-Afríka varð lýðræðisríki árið 1994 hafa konur unnið mikinn sigur í baráttunni fyrir réttindum sínum. Phumzile Mlambo-Ncguka, varaforseti landsins, er kona og af 28 ráðherrum í ríkisstjórninni eru 12 konur. n betur má ef duga skal, því á sama tíma eru um 75 prósent allra svartra suðurafrískra kvenna undir þrítugu atvinnulaus og afar fáar konur – og enn færri svartar konur – komast í yfirmannastöður. „Sem þjóð verðum við að átta okkur á því að ekkert okkar er frjálst nema konurnar í landi okkar séu frjálsar. Frjálsar frá kynþátta- og kynbundinni mismunun, frjálsar frá fátækt, frjálsar frá ótta og ofbeldi,“ sagði forseti landsins, Thabo Mbeki, í ræðu sem hann hélt í tilefni dagsins og lofaði að ríkisstjórnin myndi láta meira til sín taka. Tilkynnt eru um meira heimilisofbeldi og nauðganir í Suður-Afríku en í nokkru öðru landi í heiminum og er ástandið svo slæmt að á sex tíma fresti er suður-afrísk kona myrt af nánum ástvini, samkvæmt rannsókn heilbrigðisyfirvalda. Jafnframt verða konur verr úti þegar kemur að HIV-veirunni. Á meðan 19 prósent allra fullorðinna Suður-Afríkubúa eru smituð af HIV er talan mun hærri þegar kemur að þunguðum konum, yfir 30 prósent, og hefur ríkisstjórnin ítrekað verið gagnrýnd fyrir að sinna ekki hættunni sem steðjar að konum í þessu landi sem hefur hærri tíðni HIV-tilfella en nokkurt annað land í heiminum.
Erlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira