Í draumaheimi í LA 10. ágúst 2006 12:45 Feðgarnir saman Eyrún hélt ekki að Marinó hefði þekkt pabba sinn á sviðinu, enda var það langt í burtu. Fjölskyldan átti þó góðar stundir á meðan Eyrún og Marinó voru úti hjá Magna. MYND/Heiða Eyrún Huld Haraldsdóttir og Marinó Bjarni Magnason, unnusta og sonur Magna Ásgeirssonar, vöktu mikla athygli áhorfenda sjónvarpsþáttanna Rock Star: Supernova í fyrrakvöld. Eins og frægt er orðið flugu þau til Los Angeles til að vera með Magna, íslenska keppenda þáttanna, og fylgjast með honum keppa. „Kvöldið var auðvitað dálítið súrrealískt en ótrúlega skemmtilegt,“ segir Eyrún Huld og Marinó tekur undir það í bakgrunninum með ánægjulegu hjali. Hún segir að mestur tími hennar hafi þó farið í að halda Marinó góðum enda hafi hann verið orðinn dálítið þreyttur undir lokinn. „Ég þurfti auðvitað að labba með hann inn og út enda voru svo mikil læti þarna inni að það var ekki hægt að hafa hann þar allan tímann.“ Þau voru þó að sjálfsögðu í salnum á meðan Magni flutti Dolphin‘s Cry með hljómsveitinni Live með eftirminnilegum hætti. „Þetta var auðvitað alveg geggjað flott og hann var alveg á meðal þeirra þriggja bestu,“ segir Eyrún, greinilega ánægð með sinn mann. Myndatökumenn sjónvarpsþáttanna sýndu myndir af Eyrúnu Huld og Marinó og er mál manna að þau hafi tekið sig vel út á skjánum. „Ég þurfti aðeins að leika við Marinó til að reyna að láta hann brosa í myndavélarnar,“ segir Eyrún Huld og hlær. Hún er ekki viss um að Marinó hafi þekkt pabba sinn á meðan hann var á sviðinu, enda var það langt í burtu frá þeim. „Marinó fylgdist samt vel með öllum hljóðunum og ljósunum og var eiginlega bara heillaður af þessu.“ Á meðan á dvöl Eyrúnar Huldar og Marinó stóð fengu þau að heimsækja setur keppendanna í tvær klukkustundir og færðu þeim hálsmen með íslenskum rúnum. „Maður labbar eiginlega inn í einhvern draumaheim, með myndavélar og mæka í kringum okkur allan tímann.“ Eyrún segist ekki hafa kynnst dómnefnd raunveruleikaþáttanna að ráði heldur bara séð þeim bregða fyrir. „Ég hitti bara Tommy Lee aðeins og hann bauð mig velkomna.“ Aðspurð segist Eyrún Huld ekki búast við að fara aftur út til að fylgjast með Magna keppa. „Þetta er auðvitað mjög langt ferðalag og ég held ég treysti mér ekki aftur með hann með mér. Ekki nema það sé úrslitaþátturinn, þá veit maður aldrei.“ Rock Star Supernova Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Eyrún Huld Haraldsdóttir og Marinó Bjarni Magnason, unnusta og sonur Magna Ásgeirssonar, vöktu mikla athygli áhorfenda sjónvarpsþáttanna Rock Star: Supernova í fyrrakvöld. Eins og frægt er orðið flugu þau til Los Angeles til að vera með Magna, íslenska keppenda þáttanna, og fylgjast með honum keppa. „Kvöldið var auðvitað dálítið súrrealískt en ótrúlega skemmtilegt,“ segir Eyrún Huld og Marinó tekur undir það í bakgrunninum með ánægjulegu hjali. Hún segir að mestur tími hennar hafi þó farið í að halda Marinó góðum enda hafi hann verið orðinn dálítið þreyttur undir lokinn. „Ég þurfti auðvitað að labba með hann inn og út enda voru svo mikil læti þarna inni að það var ekki hægt að hafa hann þar allan tímann.“ Þau voru þó að sjálfsögðu í salnum á meðan Magni flutti Dolphin‘s Cry með hljómsveitinni Live með eftirminnilegum hætti. „Þetta var auðvitað alveg geggjað flott og hann var alveg á meðal þeirra þriggja bestu,“ segir Eyrún, greinilega ánægð með sinn mann. Myndatökumenn sjónvarpsþáttanna sýndu myndir af Eyrúnu Huld og Marinó og er mál manna að þau hafi tekið sig vel út á skjánum. „Ég þurfti aðeins að leika við Marinó til að reyna að láta hann brosa í myndavélarnar,“ segir Eyrún Huld og hlær. Hún er ekki viss um að Marinó hafi þekkt pabba sinn á meðan hann var á sviðinu, enda var það langt í burtu frá þeim. „Marinó fylgdist samt vel með öllum hljóðunum og ljósunum og var eiginlega bara heillaður af þessu.“ Á meðan á dvöl Eyrúnar Huldar og Marinó stóð fengu þau að heimsækja setur keppendanna í tvær klukkustundir og færðu þeim hálsmen með íslenskum rúnum. „Maður labbar eiginlega inn í einhvern draumaheim, með myndavélar og mæka í kringum okkur allan tímann.“ Eyrún segist ekki hafa kynnst dómnefnd raunveruleikaþáttanna að ráði heldur bara séð þeim bregða fyrir. „Ég hitti bara Tommy Lee aðeins og hann bauð mig velkomna.“ Aðspurð segist Eyrún Huld ekki búast við að fara aftur út til að fylgjast með Magna keppa. „Þetta er auðvitað mjög langt ferðalag og ég held ég treysti mér ekki aftur með hann með mér. Ekki nema það sé úrslitaþátturinn, þá veit maður aldrei.“
Rock Star Supernova Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira