Ásatrú verður sífellt vinsælli innan fangelsisveggja í Bandaríkjunum og mun einn fangi verða tekinn af lífi á morgun fyrir að drepa samfanga, fyrir að sýna guðunum ekki tilhlýðilega virðingu. Sérfræðingar óttast að ofbeldi muni aukast með útbreiðslu trúarbragðanna.
Skýrsla bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, frá 1999 kallar ásatrú „hugmyndafræði um yfirburði hvíta kynstofnsins sem leiðir oft til ofbeldis og hvetur trúaða til að deyja fyrir málstaðinn.“ Þeir sem þekkja til segja trúarbrögðin þó friðsæl, en að fangar hrífist af þeim vegna þeirrar ofbeldisdýrkunar sem þeir aðhyllast.