Rice á stormasömum fundi 25. júlí 2006 07:30 Öryggisverðir Hópur öryggisvarða gætti lyftudyra meðan Condoleezza Rice og Fuad Saniora ræddu saman í Beirút í gær. MYND/AP Ísraelski herinn gerði harðar árásir í gær á bæinn Bint Jbail sunnan til í Líbanon, þar sem á annað hundrað skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar héldu til. Íbúar bæjarins voru flestir flúnir. Í gær kom Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkanna, til Líbanons og átti þar stormasaman fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra landsins. Saniora sagði henni að sprengjuárásir Ísraels hefðu sent Líbanon fimmtíu ár aftur í tímann. Hann krafðist þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Líbanskur embættismaður sagði að Rice hefði kynnt líbönskum ráðamönnum tillögur um að jafnframt því sem vopnahlé hæfist yrðu bæði líbanskar hersveitir og alþjóðlegar friðargæslusveitir sendar til suðurhluta landsins, Um leið yrði vopnabúnaður Hizbollah-skæruliðanna fluttur í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Ísraels. Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, átti einnig fund með Rice, en hann hafnaði samstundis tillögum hennar. Berri kom þess í stað með hugmynd um tveggja skrefa lausn, þar sem fyrst yrði samið um vopnahlé en líbanski herinn færi ekki fyrr en mun síðar til átakasvæðanna syðst í Líbanon. Á morgun heldur Rice til Rómarborgar á alþjóðlega ráðstefnu, þar sem líklegt þykir að samþykkt verði að senda alþjóðlegt herlið til friðargæslu í Líbanon. Sameinuðu þjóðirnar eru nú þegar með tvö þúsund manna friðargæslulið í suðurhluta Líbanons, en hlutverk þess er takmarkað. Á fundinn í Róm koma einnig Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, og fulltrúar frá Líbanon, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, nokkrum Evrópuríkjum og Sameinuðu þjóðunum. Ísraelskir ráðamenn sögðust um helgina fallast á þessar hugmyndir um nýtt alþjóðlegt gæslulið til Líbanons. Ísraelar sögðust fyrst vilja helst að þær sveitir yrðu á vegum Atlantshafsbandalagsins, en í gær var haft eftir Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, að það skipti ekki máli á hverra vegum þessar sveitir væru. „Það sem máli skiptir er að markmiðið náist,“ sagði hann í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera. Hizbollah-samtökin virðast hins vegar engan áhuga hafa á því að semja um vopnahlé. Hossein Safiadeen, sendifulltrúi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær á fundi í Íran að Hizbollah ætlaði að víkka út hernaðaraðgerðir sínar í Ísrael þangað til að Ísraelar yrðu „hvergi óhultir“. „Þessa stríðs verður minnst sem upphafs endiloka Ísraelsríkis,“ sagði Safiadeen og bætti við að brátt kæmu „ný Mið-Austurlönd að hætti Hizbollah og íslamstrúar, ekki að hætti Rice og Ísraels.“Átökin, sem hófust 12. júlí síðastliðinn, hafa til þessa kostað að minnsta kosti 384 Líbana og 37 Ísraela lífið. Erlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Ísraelski herinn gerði harðar árásir í gær á bæinn Bint Jbail sunnan til í Líbanon, þar sem á annað hundrað skæruliða Hizbollah-hreyfingarinnar héldu til. Íbúar bæjarins voru flestir flúnir. Í gær kom Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkanna, til Líbanons og átti þar stormasaman fund með Fuad Saniora, forsætisráðherra landsins. Saniora sagði henni að sprengjuárásir Ísraels hefðu sent Líbanon fimmtíu ár aftur í tímann. Hann krafðist þess að vopnahlé kæmist á sem fyrst. Líbanskur embættismaður sagði að Rice hefði kynnt líbönskum ráðamönnum tillögur um að jafnframt því sem vopnahlé hæfist yrðu bæði líbanskar hersveitir og alþjóðlegar friðargæslusveitir sendar til suðurhluta landsins, Um leið yrði vopnabúnaður Hizbollah-skæruliðanna fluttur í 30 kílómetra fjarlægð frá landamærum Ísraels. Nabih Berri, forseti líbanska þingsins, átti einnig fund með Rice, en hann hafnaði samstundis tillögum hennar. Berri kom þess í stað með hugmynd um tveggja skrefa lausn, þar sem fyrst yrði samið um vopnahlé en líbanski herinn færi ekki fyrr en mun síðar til átakasvæðanna syðst í Líbanon. Á morgun heldur Rice til Rómarborgar á alþjóðlega ráðstefnu, þar sem líklegt þykir að samþykkt verði að senda alþjóðlegt herlið til friðargæslu í Líbanon. Sameinuðu þjóðirnar eru nú þegar með tvö þúsund manna friðargæslulið í suðurhluta Líbanons, en hlutverk þess er takmarkað. Á fundinn í Róm koma einnig Javier Solana, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, og fulltrúar frá Líbanon, Jórdaníu, Sádi-Arabíu, nokkrum Evrópuríkjum og Sameinuðu þjóðunum. Ísraelskir ráðamenn sögðust um helgina fallast á þessar hugmyndir um nýtt alþjóðlegt gæslulið til Líbanons. Ísraelar sögðust fyrst vilja helst að þær sveitir yrðu á vegum Atlantshafsbandalagsins, en í gær var haft eftir Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, að það skipti ekki máli á hverra vegum þessar sveitir væru. „Það sem máli skiptir er að markmiðið náist,“ sagði hann í viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera. Hizbollah-samtökin virðast hins vegar engan áhuga hafa á því að semja um vopnahlé. Hossein Safiadeen, sendifulltrúi Hizbollah-samtakanna, sagði í gær á fundi í Íran að Hizbollah ætlaði að víkka út hernaðaraðgerðir sínar í Ísrael þangað til að Ísraelar yrðu „hvergi óhultir“. „Þessa stríðs verður minnst sem upphafs endiloka Ísraelsríkis,“ sagði Safiadeen og bætti við að brátt kæmu „ný Mið-Austurlönd að hætti Hizbollah og íslamstrúar, ekki að hætti Rice og Ísraels.“Átökin, sem hófust 12. júlí síðastliðinn, hafa til þessa kostað að minnsta kosti 384 Líbana og 37 Ísraela lífið.
Erlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira