Innlent

Ísland mismuni útlendingum

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna búsetukröfu sem gerð er til námslánaþega hér á landi. Stofnunin telur að í reglunum felist mismunun.

Þess er krafist í íslenskum reglugerðum að nemendur á námslánum séu búsettir á Íslandi og hafi auk þess verið búsettir á landinu í tvö ár samfleytt eða þrjú af seinustu tíu árum. ESA telur að auðveldara sé fyrir Íslendinga að fylgja reglunum en ríkisborgara annarra EES-ríkja. Íslenska ríkið hefur þrjá mánuði til að bregðast við álitinu, annars fer málið til EFTA-dómstólsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×